Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 12:00 Mynd/dalviksport.is Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30