Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 12:00 Mynd/dalviksport.is Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30