Erlent

Tyrkir bótaskyldir vegna Kýpur

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hernám og tvískipting Kýpur felur í sér mannréttindabrot.
Hernám og tvískipting Kýpur felur í sér mannréttindabrot. Vísir/AFP
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tyrkland eigi að greiða samtals 90 milljónir evra, eða jafnvirði 14 milljarða króna, fyrir hernám Kýpur árið 1974 og skiptingu eyjunnar alla tíð síðan.

Bótagreiðslurnar skiptast þannig að Tyrkir eiga að greiða 30 milljónir evra í skaðabætur til ættingja þeirra sem féllu í innrásinni, og svo 60 milljónir til þeirra Kýpur-Grikkja sem æ síðan hafa búið innlyksa á Karpas-skaga. Þar búa enn nokkur hundruð Kýpur-Grikkja.

Kýpur hefur verið tvískipt eyja frá því að Tyrkir gerðu innrás sína þar árið 1974, eftir að Kýpur-Grikkir höfðu gert stjórnarbyltingu og vildu sameinast Grikklandi.

Tyrkland er eina ríki heims sem viðurkennir sjálfstætt ríki Kýpur-Tyrkja, en Kýpur-Grikkir sömdu um aðild að Evrópusambandinu fyrir nokkru. Kýpur-Grikkir og Kýpur-Tyrkir hafa lengi rætt um sameiningu en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×