Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. maí 2014 07:00 Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. Mynd:hag Boðað verkfall flugmanna hjá Icelandair föstudaginn 9. maí, gæti sett ferðaáætlanir tæplega 7.000 farþega í uppnám. Þennan sólarhring eiga samtals 22 flugvélar að koma til landsins á vegum Icelandair og er áætlað að 3.300 til 3.400 farþegar ferðist með þeim. Frá landinu eru bókuð 24 flug á vegum flugfélagsins og gert er ráð fyrir að 3.600 til 3.700 manns séu á útleið.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni. Sáttafundur er boðaður í deilunni í dag en mikið virðist bera í milli deilenda. „Verkfall, ef af verður, hefur í för með sér umtalsvert tjón fyrir Icelandair en ekki síður fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vonast til að það takist að semja áður en verkfall skellur á. Hann segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru meðalheildarlaun flugmanna og flugstjóra hjá Icelandair á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist 30 prósenta hækkunar launa á samningstímanum. Þetta telja atvinnurekendur glórulausar kröfur sem ekki verði gengið að. Flugmenn séu á góðum launum miðað við margar aðrar starfsstéttir. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar. „Það er grafalvarlegt mál ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Boðað verkfall flugmanna hjá Icelandair föstudaginn 9. maí, gæti sett ferðaáætlanir tæplega 7.000 farþega í uppnám. Þennan sólarhring eiga samtals 22 flugvélar að koma til landsins á vegum Icelandair og er áætlað að 3.300 til 3.400 farþegar ferðist með þeim. Frá landinu eru bókuð 24 flug á vegum flugfélagsins og gert er ráð fyrir að 3.600 til 3.700 manns séu á útleið.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni. Sáttafundur er boðaður í deilunni í dag en mikið virðist bera í milli deilenda. „Verkfall, ef af verður, hefur í för með sér umtalsvert tjón fyrir Icelandair en ekki síður fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vonast til að það takist að semja áður en verkfall skellur á. Hann segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru meðalheildarlaun flugmanna og flugstjóra hjá Icelandair á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist 30 prósenta hækkunar launa á samningstímanum. Þetta telja atvinnurekendur glórulausar kröfur sem ekki verði gengið að. Flugmenn séu á góðum launum miðað við margar aðrar starfsstéttir. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar. „Það er grafalvarlegt mál ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira