Erlent

Uppreisnarher fer frá Homs

Uppreisnarmenn í Homs Eitt höfuðvígi uppreisnarinnar fallið.fréttablaðið/APa
Uppreisnarmenn í Homs Eitt höfuðvígi uppreisnarinnar fallið.fréttablaðið/APa
Samkomulag tókst milli Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna um tveggja sólarhringa vopnahlé í borginni Homs, svo hundruð uppreisnarmanna gætu komist óáreittir út úr borginni.

Sýrlandsstjórn nær þar með völdum í Homs á ný, en þar var lengi vel höfuðvígi uppreisnarinnar gegn Bashar al Assad forseta og stjórn hans.

Stórir hlutar borgarinnar eru rústir einar eftir hörð átök og linnulitlar sprengjuárásir stjórnarhersins síðustu misserin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×