Erlent

Ellefu slösuðust í fjölleikahúsi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað.
Ellefu eru slasaðir eftir að lína slitnaði og vinnupallur hrundi undan átta loftfimleikakonum í Providence í Rhode Island í Bandaríkjunum í dag. Þar af er einn í lífshættu.  Konurnar voru að sýna í fjölleikahúsi þegar atvikið átti sér stað.

Átta konur voru á pallinum og féllu þær niður um tíu metra.  Konurnar féllu á dansara sem var undir pallinum auk tveggja annarra, líklega áhorfenda.

Atriði kvennanna er talið lífshættulegt, en það felur í sér að hár þeirra er bundið við vír sem hangir á milli tveggja palla og er bifhjóli ekið yfir vírinn. 

Málið er í rannsókn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×