Erlent

Hvítur tígur drap ungan mann í indverskum dýragarði

Atli Ísleifsson skrifar
Hvítir tígrar eru sjaldgæf tegund af Bengal-tígrum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hvítir tígrar eru sjaldgæf tegund af Bengal-tígrum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Hvítur tígur réðst á og drap indverskan mann á þrítugsaldri í dýragarði í Delhi fyrr í dag. Riaz Khan, forstöðumaður dýragarðsins segir að maðurinn hafi fallið yfir handrið og inn í afgirt svæði dýrsins.

Sjónarvottur segir að maðurinn hafi hallað sér yfir lágt handriðið og fallið inn í gryfjuna. Í frétt Times of India segir að sjónvarpsmyndir hafi sýnt manninn hnipra sig saman upp að vegg á meðan tígurinn stóð nálægt honum.

Sjónarvottur segist hafa hlaupið að tígrisdýragryfjunni þegar óp bárust þaðan og séð hvernig tígurinn hafi bitið um háls mannsins. „Nokkur börn hentu litlum greinum og steinum að tígrisdýrinu. Hann þjáðist næstu 10 til 15 mínúturnar en enginn kom honum til hjálpar.“

Lögregla kom á staðinn en tókst ekki að bjarga lífi mannsins. Tígurinn gengur undir nafninu Vijay og er sex ára.

Hvítir tígrar eru sjaldgæf tegund af venjulegum Bengal-tígrum. Hvítir tígrar eru í útrýmingarhættu, en finnast í suður- og austurhluta Asíu, sér í landi í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×