Erlent

Eigandi ferjunnar handtekinn

Forstjórinn var handtekinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp.
Forstjórinn var handtekinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp. Vísir/AFP
Saksóknarar í Suður Kóreu hafa hneppt forstjóra fyrirtækisins sem rak ferjuna sem sökk þar á dögunum í varðhald. Rúmlega þrjúhundruð manns fórust í slysinu og í morgun var forstjórinn, sem er sjötíu og tveggja ára gamall, handtekinn á heimili sínu.

Saksóknari segir að hann gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir manndráp og fyrir að brjóta siglingalög. Rannsakendur telja nú víst að ferjan hafi verið með allt of mikinn farm innanborðs og er talið líklegt að það hafi verið ástæða þess að hún sökk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×