Erlent

Rifust um stjórnmál í sjónvarpi og skemmdu húsgögn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá starfsmenn þáttarins ganga á milli.
Hér má sjá starfsmenn þáttarins ganga á milli.
Mikið gekk á í síðasta þætti af Á milli mismunandi sjónarmiða, sem sýndur er í jórdanska sjónvarpinu. Þar voru tveir pólitískir andstæðingar í heimsókn. Shaker al Johari og Mohammed al Jayousi mættu og ræddu við Zuhair al Azza um stjórnmál.

Al Johari sakaði al Jayousi um að styðja sýrlenska forsetann Bashar al Assad og þiggja mútur. Al Jayousi svaraði fyrir sig og sakaði al Johari um að hafa stutt sýrlenska byltingarsinna.

Upphófust mikil rifrildi sem enduðu með því að tvímenningarnir eyðilögðu myndverið sem þátturinn var tekinn upp í.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Starfsmenn þáttarins gengu á endanum á milli þeirra. Þeim var ekki refsað frekar, málið var ekki tilkynnt til lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×