Fékk vélsög í hálsinn og lifði af Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 13:28 James Valentine var ótrúlega heppinn. Skógarhöggsmaðurinn James Valentine frá Pennsylvania í Bandaríkjunum var ótrúlega heppinn að sleppa lifandi þegar hann fékk vélsög í hálsinn. Valentine hafði klifrað upp í tré til þess að saga niður greinar þegar hann missti takið á söginni með þeim afleiðingum að keðjan á söginni hrökk inn í háls hans og í öxl. Valentine þurfti að klifra niður úr trénu með sögina fasta í hálsinum, því hann vissi að hann mætti ekki fjarlæga sögina úr hálsinum og opna þar með sárið. Valentine þurfti að beita söginni á óhefðbundinn hátt til þess að forðast rafmagnslínur og því var hann í meiri slysahættu en ella. Starf Valentine er frekar óvenjulegt. Það felst í því að klifra í trjám og snyrta greinar. Hann þarf gjarnan að klifra hátt upp til þess að snyrta greinar og saga tré. Læknar hafa nú birt ótrúlegar röntgen myndir sem sína blaðið á söginni langt inn í hálsi mannsins. Á einhvern ótrúlegan hátt fór sögin ekki í neinar mikilvægar æðar og skaddaðist mæna Valentine heldur ekkert.Þurftu að taka sögina í sundur Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang varð þeim ljóst að þeir þurftu að fjarlæga blaðið á söginni frá mótornum. Þeir vissu að það væri ekki hægt að flytja Valentine á spítala með þunga vélsögina fasta í hálsinum. „Ef þeir hefðu tekið blaðið úr hefðu þeir opnað sárið og hugsanlega opnað fyrir miklar blæðingar,“ útskýrir Christine Toevs, skurðlæknir sem tók á móti Valentine.Var vakandi og gat spjallað Toevs segir ástand Valentine hafa verið ótrúlega gott. „Hann var ekki í lífshættu. Hann gat spjallað við okkur þegar hann kom á spítalann.“ Hún segir Valentine hafa verið heppinn – blaðið fór nánast eingöngu í vöðva – en ekki í æðar eða í mænuna. Valentine mun ná sér að fullu – eftir þetta ótrúlega slys. Hann segist ætla að halda áfram iðju sinni – að snyrta tré – um leið og hann kemst á fætur. „Þetta er það sem ég geri,“ útskýrir hann harður af sér. „Þetta hefði samt getað endað illa. En það hefur einhver verið að fylgjast með mér,“ segir hann ennfremur. Hér að neðan má sjá frétt CNN um málið. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Skógarhöggsmaðurinn James Valentine frá Pennsylvania í Bandaríkjunum var ótrúlega heppinn að sleppa lifandi þegar hann fékk vélsög í hálsinn. Valentine hafði klifrað upp í tré til þess að saga niður greinar þegar hann missti takið á söginni með þeim afleiðingum að keðjan á söginni hrökk inn í háls hans og í öxl. Valentine þurfti að klifra niður úr trénu með sögina fasta í hálsinum, því hann vissi að hann mætti ekki fjarlæga sögina úr hálsinum og opna þar með sárið. Valentine þurfti að beita söginni á óhefðbundinn hátt til þess að forðast rafmagnslínur og því var hann í meiri slysahættu en ella. Starf Valentine er frekar óvenjulegt. Það felst í því að klifra í trjám og snyrta greinar. Hann þarf gjarnan að klifra hátt upp til þess að snyrta greinar og saga tré. Læknar hafa nú birt ótrúlegar röntgen myndir sem sína blaðið á söginni langt inn í hálsi mannsins. Á einhvern ótrúlegan hátt fór sögin ekki í neinar mikilvægar æðar og skaddaðist mæna Valentine heldur ekkert.Þurftu að taka sögina í sundur Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang varð þeim ljóst að þeir þurftu að fjarlæga blaðið á söginni frá mótornum. Þeir vissu að það væri ekki hægt að flytja Valentine á spítala með þunga vélsögina fasta í hálsinum. „Ef þeir hefðu tekið blaðið úr hefðu þeir opnað sárið og hugsanlega opnað fyrir miklar blæðingar,“ útskýrir Christine Toevs, skurðlæknir sem tók á móti Valentine.Var vakandi og gat spjallað Toevs segir ástand Valentine hafa verið ótrúlega gott. „Hann var ekki í lífshættu. Hann gat spjallað við okkur þegar hann kom á spítalann.“ Hún segir Valentine hafa verið heppinn – blaðið fór nánast eingöngu í vöðva – en ekki í æðar eða í mænuna. Valentine mun ná sér að fullu – eftir þetta ótrúlega slys. Hann segist ætla að halda áfram iðju sinni – að snyrta tré – um leið og hann kemst á fætur. „Þetta er það sem ég geri,“ útskýrir hann harður af sér. „Þetta hefði samt getað endað illa. En það hefur einhver verið að fylgjast með mér,“ segir hann ennfremur. Hér að neðan má sjá frétt CNN um málið.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira