Forseti Nígeríu: Mannránið upphafið á endalokum ógnaraldarinnar

„Ég trúi því að mannránið sé upphafið á endalokum ógnaraldarinnar í Nígeríu,“ sagði forsetinn í ræðu á World Economic Forum-ráðstefnunni í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Hann þakkaði Kínverjum, Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum fyrir að bjóða fram aðstoð sína við að endurheimta stúlkurnar, en þeim var rænt af heimavist í bænum Chibok þann 14. apríl.
Jonathan þakkaði einnig erlendum sendinefndum á ráðstefnunni og sagði dvöl þeirra í landinu vera áfall fyrir hryðjuverkamennina. „Ef þið hefðuð látið óttann ráða för og neitað að koma hefðu hryðjuverkamennirnir fagnað,“ sagði hann í ræðunni.
Mannránið hefur vakið heimsathygli og hefur verið sett mikið fé í aukna öryggisvörslu við nígeríska skóla. Þá hefur fjöldi íslamskra leiðtoga um allan heim fordæmt verknaðinn.
Tengdar fréttir

Hundrað stúlkum rænt í Nígeríu
Talið er að öfgasamtökin Boko Haram standi fyrir verknaðnum. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum samtakanna í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári.

Peningaverðlaunum heitið fyrir upplýsingar um mannránið
Enn er rúmlega 200 skólastúlkna leitað í Nígeríu en þeim var rænt um miðjan síðasta mánuð.

Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu
Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla.

Sérfræðingar til Nígeríu í leit að skólastúlkum
Bandarískir sérfræðingar hafa verið sendir til Nígeríu til þess að aðstoða við leitina að rúmlega 200 skólastúlkum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu á dögunum.

Leiðtogi aðstandenda handtekinn
Aðstandendur stúlkanna, sem rænt var í Nígeríu, segja forsetafrú Nígeríu saka þá um að reyna að sverta ímynd Nígeríustjórnar.

Meðlimir Boko Haram ættu að kynna sér íslam
Malala Yousafzai, sem var tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels í fyrra, segir mannræningjana í Nígeríu eiga að kynna sér þá trú sem þeir segjast berjast fyrir.

Biður Obama að hjálpa Nígeríu
Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur biðlað til Baracks Obama Bandaríkjaforseta að aðstoða landið í þeim vanda sem það stendur nú frammi fyrir. Herskáir íslamistar hafa farið um með miklu ofbeldi upp á síðkastið.

Mikil reiði vegna týndu skólastúlknanna
Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna skólastúlkurnar tvö hundruð sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í norðurhluta Nígeríu fyrir um mánuði síðan.