Erlent

Þrívíddarprentuðu byssu sem virkar

Samúel Karl Ólason skrifar
Að einn hlutui byssunar er úr málmi.
Að einn hlutui byssunar er úr málmi. Mynd/ defdist.com
Námsmaður í Bandaríkjunum hannaði byssu sem hægt er að prenta út í þrívídd og skjóta úr. Cody Wilson segist ætla að gera teikningarnar að byssunni opinberar á internetinu og kallar hana Wiki vopnið.

Sagt er frá þessu á vef BBC, þar sem einnig er hægt að sjá myndband.

Samtökin Defense Distributed hafa varið mörgum árum í að reyna að fá þrívíddarprentaða byssu til að virka. Gagnrýnendur segja þó að byssan, sem er svo gott sem órekjanleg og er jafnvel ekki numin af málmleitartækjum, muni vera notuð af glæpamönnum.

Victoria Baines, hjá Europol, segir að enn sem komið er séu glæpamenn líklegri til að verða sér út vopn með hefðbundnum hætti. „En þegar fram líða stundir og tæknin verður aðgengilegri og auðveldari almúganum, er líklegt að það geti breyst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×