„Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. apríl 2014 11:45 Pistorius mætir í réttarsalinn. vísir/afp Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í morgun, þriðja daginn í röð, en hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp. Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. „Þú drapst manneskju, það er það sem þú gerðir,“ sagði Nel og spurði í kjölfarið hvort Pistorius væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Ljósmynd af illa leiknu höfði Steenkamp var sýnd í fyrsta sinn og vakti hún óhug meðal viðstaddra. Pistorius brast í grát og var gert stutt hlé á vitnaleiðslunum. Fréttaritari BBC segir móður Steenkamp ekki hafa verið varaða við myndbirtingunni, og bætir því við að ögrandi framkoma saksóknarans leggist illa í viðstadda. Saksóknarinn spurði Pistorius út í ummæli hans á skotæfingasvæði eftir að hann skaut á vatnsmelónu. Þar sagði Pistorius að melónan væri ekki jafn mjúk og heili og vildi saksóknarinn vita hvort hann hefði verið að kanna hvaða áhrif samskonar skotfæri hefðu á manneskju. „Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk,“ sagði Pistorius við saksóknarann. Gert var stutt hádegishlé og héldu vitnaleiðslur áfram eftir hádegi. Saksóknari talaði um tvær rafknúnar viftur í svefnherbergi Pistoriusar og spurði hann í hvaða innstungur þær hefðu verið tengdar. Pistorius kvaðst ekki muna það og sagði saksóknari það sýna fram á að hann væri að ljúga. Hann hefði einnig haldið því fram áður að einungis ein vifta væri í svefnherberginu. „Ég er undir pressu og það er ekki auðvelt,“ sagði Pistorius. „Ég er að berjast fyrir lífi mínu.“ Þá sakaði saksóknarinn Pistorius um að vera búinn að æfa svör sín fyrirfram og sagði að það væri ekki gott fyrir hann. Pistorius hélt sig við sögu sína frá upphafi; að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu og að hann hefði ekki ætlað að skjóta Steenkamp. „Ég tók í gikkinn. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að skjóta neinn. Ég skaut því ég hélt að einhver ætlaði að koma út og ráðast á mig.“ Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.Tweets about '#Pistorius' Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í morgun, þriðja daginn í röð, en hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp. Saksóknarinn Gerry Nel þjarmaði að Pistoriusi í vitnastúkunni. „Þú drapst manneskju, það er það sem þú gerðir,“ sagði Nel og spurði í kjölfarið hvort Pistorius væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Ljósmynd af illa leiknu höfði Steenkamp var sýnd í fyrsta sinn og vakti hún óhug meðal viðstaddra. Pistorius brast í grát og var gert stutt hlé á vitnaleiðslunum. Fréttaritari BBC segir móður Steenkamp ekki hafa verið varaða við myndbirtingunni, og bætir því við að ögrandi framkoma saksóknarans leggist illa í viðstadda. Saksóknarinn spurði Pistorius út í ummæli hans á skotæfingasvæði eftir að hann skaut á vatnsmelónu. Þar sagði Pistorius að melónan væri ekki jafn mjúk og heili og vildi saksóknarinn vita hvort hann hefði verið að kanna hvaða áhrif samskonar skotfæri hefðu á manneskju. „Ummæli mín voru ósmekkleg en þau áttu við um uppvakninga en ekki fólk,“ sagði Pistorius við saksóknarann. Gert var stutt hádegishlé og héldu vitnaleiðslur áfram eftir hádegi. Saksóknari talaði um tvær rafknúnar viftur í svefnherbergi Pistoriusar og spurði hann í hvaða innstungur þær hefðu verið tengdar. Pistorius kvaðst ekki muna það og sagði saksóknari það sýna fram á að hann væri að ljúga. Hann hefði einnig haldið því fram áður að einungis ein vifta væri í svefnherberginu. „Ég er undir pressu og það er ekki auðvelt,“ sagði Pistorius. „Ég er að berjast fyrir lífi mínu.“ Þá sakaði saksóknarinn Pistorius um að vera búinn að æfa svör sín fyrirfram og sagði að það væri ekki gott fyrir hann. Pistorius hélt sig við sögu sína frá upphafi; að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri inni á baðherberginu og að hann hefði ekki ætlað að skjóta Steenkamp. „Ég tók í gikkinn. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að skjóta neinn. Ég skaut því ég hélt að einhver ætlaði að koma út og ráðast á mig.“ Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.Tweets about '#Pistorius'
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55
Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20
Finnur ennþá lykt af blóðinu Spretthlauparinn Oscar Pistorius bar vitni í Pretoríu í dag. 7. apríl 2014 14:00
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Myndir af blóðugum Pistoriusi sýndar í réttarsal Myndirnar voru teknar skömmu eftir að lögreglumenn komu á vettvang en Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar í fyrra. 14. mars 2014 09:39
Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14