Færri mínútur á milli marka hjá Agüero en hjá Henry og Nistelrooy Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2014 12:00 Ekki amalegur félagsskapur. vísir/getty Sergio Agüero, framherji Manchester City, heldur áfram að fara á kostum á tímabilinu, en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri meistaranna gegn Sunderland í gærkvöldi. Þar með er Argentínumaðurinn búinn að skora fjórtán mörk í deildinni til þessa, en hann er markahæstur; búinn að skora þremur mörkum meira en brasilíski Spánverjinn Diego Costa hjá Chelsea. Mörkin tvö hjá Agüero voru númer 65 og 66 hjá honum í úrvalsdeildinni í 101. leiknum, en hann hefur nú skorað mark á 108 mínútna fresti. Þetta eru fæstar mínútur á milli marka í sögu úrvalsdeildarinnar. Argentínumaðurinn skýtur með því tveimur af allra bestu framherjum úrvalsdeildarinnar í sögu hennar ref fyrir rass; Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy. Henry skoraði 176 mörk í 258 leikjum fyrir Arsenal og setti eitt mark á 122 mínútna fresti. Nistelrooy skoraði 95 mörk í 150 úrvalsdeildarleikjum fyrir Manchester United, en hann skoraði mark á 128 mínútna fresti. Mörk Agüero hafa hjálpað meisturunum að halda í við Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og þá hélt hann lífi í Meistaradeildardraumum liðsins í síðustu viku með magnaðri þrennu gegn Bayern München. Í heildina er Agüero búinn að skora 19 mörk í 20 leikjum það sem af er á tímabilinu. Hann er búinn að skora 14 mörk í 14 leikjum í úrvalsdeildinni og fimm mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Honum mistókst bara að skora í deildabikarnum.108 - Best mins-per-goal rate in PL history: Aguero 108 mins Henry 122 mins van Nistelrooy 128 mins Lethal. pic.twitter.com/4XfmQACdeE— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014 14 - Sergio Aguero (14) has now scored more goals than Sunderland (13) in the Premier League this season. Lethal.— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Úrslit kvöldsins í enska boltanum | Myndband Staða efstu liðanna í enska boltanum breyttist ekki neitt í leikjum kvöldsins. 3. desember 2014 19:00 Man. City heldur eltingarleiknum áfram | Myndband Fimm af sjö leikjum Sunderland á heimavelli til þessa hefur lyktað með jafntefli. 3. desember 2014 14:03 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Sergio Agüero, framherji Manchester City, heldur áfram að fara á kostum á tímabilinu, en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri meistaranna gegn Sunderland í gærkvöldi. Þar með er Argentínumaðurinn búinn að skora fjórtán mörk í deildinni til þessa, en hann er markahæstur; búinn að skora þremur mörkum meira en brasilíski Spánverjinn Diego Costa hjá Chelsea. Mörkin tvö hjá Agüero voru númer 65 og 66 hjá honum í úrvalsdeildinni í 101. leiknum, en hann hefur nú skorað mark á 108 mínútna fresti. Þetta eru fæstar mínútur á milli marka í sögu úrvalsdeildarinnar. Argentínumaðurinn skýtur með því tveimur af allra bestu framherjum úrvalsdeildarinnar í sögu hennar ref fyrir rass; Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy. Henry skoraði 176 mörk í 258 leikjum fyrir Arsenal og setti eitt mark á 122 mínútna fresti. Nistelrooy skoraði 95 mörk í 150 úrvalsdeildarleikjum fyrir Manchester United, en hann skoraði mark á 128 mínútna fresti. Mörk Agüero hafa hjálpað meisturunum að halda í við Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og þá hélt hann lífi í Meistaradeildardraumum liðsins í síðustu viku með magnaðri þrennu gegn Bayern München. Í heildina er Agüero búinn að skora 19 mörk í 20 leikjum það sem af er á tímabilinu. Hann er búinn að skora 14 mörk í 14 leikjum í úrvalsdeildinni og fimm mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Honum mistókst bara að skora í deildabikarnum.108 - Best mins-per-goal rate in PL history: Aguero 108 mins Henry 122 mins van Nistelrooy 128 mins Lethal. pic.twitter.com/4XfmQACdeE— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014 14 - Sergio Aguero (14) has now scored more goals than Sunderland (13) in the Premier League this season. Lethal.— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Úrslit kvöldsins í enska boltanum | Myndband Staða efstu liðanna í enska boltanum breyttist ekki neitt í leikjum kvöldsins. 3. desember 2014 19:00 Man. City heldur eltingarleiknum áfram | Myndband Fimm af sjö leikjum Sunderland á heimavelli til þessa hefur lyktað með jafntefli. 3. desember 2014 14:03 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Úrslit kvöldsins í enska boltanum | Myndband Staða efstu liðanna í enska boltanum breyttist ekki neitt í leikjum kvöldsins. 3. desember 2014 19:00
Man. City heldur eltingarleiknum áfram | Myndband Fimm af sjö leikjum Sunderland á heimavelli til þessa hefur lyktað með jafntefli. 3. desember 2014 14:03