Messan: Gylfi tók bara yfir leikinn á móti Newcastle | Myndband
„Gylfi er greinilega alltaf að horfa á Messuna því við báðum hann aðeins um að lyfta leiknum eftir síðustu helgi og hvað gerir hann. Hann bara tekur yfir þennan leik á móti Newcastle," sagði Guðmundur Benediktsson og beindi orðum sínum til Bjarna Guðjónssonar.
„Já hann var frábær. Gylfi er frábær í því að finna svæði á milli línanna alveg eins og David Silva. Svo er hann líka með einstakt auga fyrir spili eins og við sáum skipti eftir skipti í leiknum. Það nánast klikkar ekki sending hjá honum, hann leggur upp bæði mörkin og var allstaðar að finna pláss," sagði Bjarni.
Það má sjá umfjöllun Messu-manna um frammistöðu Gylfa með því að smella hér fyrir ofan. Gylfi átti stórleik á móti Newcastle og lagði upp fullt af færum fyrir félaga sína.
„Þetta kemur á hárréttum tíma fyrir okkur því nú er hann að koma inn í landsleikjahléið. Gylfi tók smá dívu og hvíldi sig aðeins en náði sér síðan aftur í gott leikform og verður frábær í næstu tveimur leikjum," sagði Bjarni en það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Gylfi Þór: Gott að vinna loksins Everton
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af þremur mörkum Swansea í sögulegum sigri velska liðsins gegn Everton í deildabikarnum.

Sjáið stoðsendingar Gylfa | Myndband
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp bæði mörk Swansea í 2-2 jafntefli gegn Newcastle í gær. Hægt er að sjá mörkin í meðfylgjandi frétt.

Gylfi lagði upp tvö í jafntefli Swansea | 14 mörk í fjórum leikjum
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði leikinn fyrir Swansea sem gerði 2-2 jafntefli við Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi lagði upp bæði mörk Swansea.

Arsenal féll úr leik | Gylfi skoraði í öruggum sigri Swansea
Tíu leikir fóru fram í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Wanyama hetja Southamton | Sjáðu mörkin
Annað tap Swansea í röð.

Gylfi: Hélt að Rory McIlroy vissi hver ég væri
Landsliðsmaðurinn er í ítarlegu viðtali í The Guardian þar sem hann er kallaður hinn íslenski David Beckham.

Gylfi byrjaði í markalausu jafntefli
Sunderland og Swansea skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea.

Gylfi skoraði annað mark Swansea | Myndband
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Swansea í 3-0 sigri á Everton í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Gylfi og félagar fara á Anfield
Búið er að draga í 4. umferð enska deildarbikarsins, en 3. umferðinni lauk í kvöld.

Diego Costa sló Gylfa niður | Myndband
Diego Costa fór á kostum með Chelsea gegn Swansea í gær en hefði hann átt að fá rautt í fyrri hálfleik?