Enski boltinn

Jones verður frá næstu vikurnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Phil Jones í baráttunni gegn Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Phil Jones í baráttunni gegn Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty
Phil Jones, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins verður ekki með liðinu næstu vikurnar eftir að hafa tognað aftan í læri í leik Englands og Sviss á mánudaginn.

Jones fór meiddur af velli þegar tæplega korter var til leiksloka og var óttast að hann væri frá í mánuð en eftir að læknateymi Manchester United leit á meiðslin kom í ljós að hann missir líklegast af næstu 2-3 vikum.

Marcos Rojo mun að öllum líkindum taka sæti Jones í byrjunarliði Manchester United gegn QPR um helgina. Tæpum mánuði eftir að hafa gengið til liðs við Manchester United hefur Rojo enn ekki leikið leik fyrir félagið vegna vandræða með að afla sér atvinnuleyfis.

Rojo er ekki sá eini sem gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina

en Luke Shaw er að ná sér af meiðslum ásamt því að Falcao og Daley Blind gætu leikið sína fyrstu leiki eftir að hafa gengið til liðs við félagið undir lok félagsskiptagluggans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×