Sýnist ég verða á Skype fram í nóvember Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. september 2014 06:00 Kjartan reynir fyrir sér í Danmörku. vísir/daníel „Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira