Innlent

Boða aftur til mótmæla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Önnur mótmæli á morgun.
Önnur mótmæli á morgun. visir/pjetur
Aftur hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli og fara þau fram á morgun. Mótmælin eru gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Hátt í fjögur þúsund manns tóku þátt í mótmælum við Austurvöll í dag og var rafmagnað andrúmsloft á svæðinu. Mótmælin hefjast klukkan 17:00 á morgun og standa yfir til klukkan 19:00.

Eftirfarandi kemur fram á Fésbókarsíðu hópsins sem boðað hefur til mótmælanna:

„Fyrsta degi mótmæla er lokið, en ljóst er af ummælum bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra að ríkisstjórnin áformar ennþá að hundsa skýran vilja meirihluta þjóðarinnar um að halda aðildarviðræðum áfram. Nú reynir á okkur að halda áfram mótmælunum. Sýnum í verki að vilji þjóðarinnar er eitthvað sem ráðamenn geta ekki sniðgengið og að við hættum ekki fyrr en að á okkur verður hlustað.Krefjumst þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði ekki dregin til baka nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna.“




Tengdar fréttir

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli

Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka.

Boðað til mótmæla á Ráðhústorgi

Samstöðumótmæli, með fyrirhuguðum mótmælum á Austurvelli í dag, verða á Ráðhústorgi á Akureyri klukkan 15 í dag.

Rafmagnað andrúmsloft á Austurvelli í dag - Myndband

Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.

Fólk að safnast saman á Austurvelli

Lögreglan hefur sett upp upp girðingar við Alþingishúsið vegna mótmæla sem boðað hefur verið til klukkan þrjú í dag.

Íslendingur í Venesúela segir ástandið skelfilegt

"Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×