Fólkið í landinu lætur í sér heyra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 19:05 Austurvöllur í dag. VISIR/PJETUR Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“ Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“
Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40
„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59
Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43