Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlunríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka.
Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.
Mótmælendur framkalla hávaða með því að lemja í grindverkið sem komið hefur verið upp í kringum Alþingishúsið. Einnig hafa einhverjir tekið með sér potta í mótmælin og lemja á þá til þess að framkalla hávaða.
Mótmælin hafa farið friðsamlega fram.
Að sögn viðstaddra var hávaðinn nokkur.
Að sögn viðstaddra var fólk á öllum aldri og öllum stéttum samfélagsins þarna samankomið.
Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar var lögð fram á föstudagskvöld og mótmæltu stjórnarandstæðingar því harðlega að þingsályktunartillagan yrði tekin til umræðu í þinginu í dag. Einar K. Guðfinsson þingforseti ákvað að verða við bón stjórnarandstæðinga og tók málið af dagskrá þingsins í dag.
Mikill hiti hefur einkennt umræður í þinginu í dag. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt störf þingforseta, vegna þess að til stóð að setja umræðu um þingsályktunartillöguna á dagskrá þingsins í dag.
Vel á fjórða þúsund manns á Austurvelli
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
