Innlent

Vel á fjórða þúsund manns á Austurvelli

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll.
Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll. Vísir/pjetur

Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlunríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. 

Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.

Mótmælendur framkalla hávaða með því að lemja í grindverkið sem komið hefur verið upp í kringum Alþingishúsið. Einnig hafa einhverjir tekið með sér potta í mótmælin og lemja á þá til þess að framkalla hávaða.

Mótmælin hafa farið friðsamlega fram.

Að sögn viðstaddra var hávaðinn nokkur.

Að sögn viðstaddra var fólk á öllum aldri og öllum stéttum samfélagsins þarna samankomið.

Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar var lögð fram á föstudagskvöld og mótmæltu stjórnarandstæðingar því harðlega að þingsályktunartillagan yrði tekin til umræðu í þinginu í dag. Einar K. Guðfinsson þingforseti ákvað að verða við bón stjórnarandstæðinga og tók málið af dagskrá þingsins í dag. 

Mikill hiti hefur einkennt umræður í þinginu í dag. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt störf þingforseta, vegna þess að til stóð að setja umræðu um þingsályktunartillöguna á dagskrá þingsins í dag. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.