Íslendingur í Venesúela segir ástandið skelfilegt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 00:46 VÍSIR/AFP Miklar óeirðir hafa geisað í Vensúela upp á síðkastið. Þessi mótmæli eru þau allra mestu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu á síðasta ári. Hann tók við embættinu eftir fráfall Hugo Chavez í mars fyrir tæpu ári. Einungis einu og hálfu prósentustigi munaði á fylgi hans og mótframbjóðandanum, Enrique Capriles Radonski. Síðan þá hefur þrálátur orðrómur verið að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Þá er Maduro sakaður um harðræði og sagður ábyrgur fyrir bágu efnahagsástandi landsins og hárri glæpatíðni.Jóna María Björgvinsdóttir býr í Valencia í Venesúela, ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Þetta er búið að vera margra ára ferli en núna, 12. febrúar síðastliðinn, hófust mótmælin af alvöru. Mótmælin af okkar hálfu, stjórnarandstæðinganna, hafa að öllu leyti verið friðsæl. Við klæðum okkur í hvítt og málum hendur okkar hvítar og göngum fylktu liði um alla borg,“ segir Jóna.Leopoldo Lopez, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð fyrir mótmælagöngu fyrr í þessari viku og tók Jóna María, ásamt eiginmanni sínum, þátt í göngunni. Hún segir gönguna að öllu leyti hafa farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda en á móti þeim hafi tekið her og lögregla sem stóðu í vegi fyrir að þau kæmust á leiðarenda. „Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“Herinn kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.Nauðsynjavara nánast ófáanleg Jóna segir há gjaldeyrishöft gera það að verkum að framleiðsla á vörum sé nánast engin og vöruskortur því mikill. „Matvörur og aðrar nauðsynjavörur eru ekki að koma inn í landið en þegar vörur loksins koma í verslanir myndast langar biðraðir. Fólk í hundruða tali safnast saman fyrir utan verslunina í þeirri von að fá nauðsynlegar vörur. Hver og einn má ekki kaupa nema ákveðið magn hverju sinni.“ Þá segir hún einnig mikinn skort vera á lyfjum og segir læknisþjónustuna nánast enga. „Fólk með alvarlega sjúkdóma er í hættu á að fá ekki nauðsynleg lyf því þau eru einfaldlega ekki til í landinu. Ef fólk þarf að fara í aðgerð þá þarf það sjálft að útvega grisjur.“Mönnum afhent vopn af yfirvöldumÁ miðvikudaginn var, var ung stúlka, 22 ára, skotin til bana. Að minnsta kosti sex hafa látist í átökunum og tugir eru slasaðir. „Stelpan var skotin af manni á mótorhjóli. Þessir menn eru út um allt, spóla í kringum mann, haldandi á byssum. Orðrómur er að þessum mönnum sé borgað og að þeir fái vopn frá yfirvöldum.“ Allir fjölmiðlar í Venesúela eru ríkisreknir og segir Jóna það ástæðuna fyrir því að fréttir um ástandið birtist ekki í réttri mynd. Hægt sé að fara á internetið og finna myndbönd sem gefi rétta mynd af ástandinu. Samstaða á meðal fólksins Jóna segir hræðsluna mikla en á sama tíma gefi þetta von um betra ástand og segir samstöðu meðal fólksins mikla. „Með hverjum deginum sem líður þá er von í okkur öllum um að eitthvað geti breyst. Við eigum skilið að geta keyrt um götur borgarinnar án þess að eiga von á að verða skotin til bana eða rænd. Samfélagið og þjóðin stendur saman.“Boðað hefur verið til samstöðufunds sem haldinn verður á heimsvísu. Hér á Íslandi verður fundurinn haldinn á Austurvelli klukkan 12 á morgun, laugardaginn 22. febrúar. Tengdar fréttir „Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Miklar óeirðir hafa geisað í Vensúela upp á síðkastið. Þessi mótmæli eru þau allra mestu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu á síðasta ári. Hann tók við embættinu eftir fráfall Hugo Chavez í mars fyrir tæpu ári. Einungis einu og hálfu prósentustigi munaði á fylgi hans og mótframbjóðandanum, Enrique Capriles Radonski. Síðan þá hefur þrálátur orðrómur verið að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Þá er Maduro sakaður um harðræði og sagður ábyrgur fyrir bágu efnahagsástandi landsins og hárri glæpatíðni.Jóna María Björgvinsdóttir býr í Valencia í Venesúela, ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Þetta er búið að vera margra ára ferli en núna, 12. febrúar síðastliðinn, hófust mótmælin af alvöru. Mótmælin af okkar hálfu, stjórnarandstæðinganna, hafa að öllu leyti verið friðsæl. Við klæðum okkur í hvítt og málum hendur okkar hvítar og göngum fylktu liði um alla borg,“ segir Jóna.Leopoldo Lopez, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð fyrir mótmælagöngu fyrr í þessari viku og tók Jóna María, ásamt eiginmanni sínum, þátt í göngunni. Hún segir gönguna að öllu leyti hafa farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda en á móti þeim hafi tekið her og lögregla sem stóðu í vegi fyrir að þau kæmust á leiðarenda. „Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“Herinn kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.Nauðsynjavara nánast ófáanleg Jóna segir há gjaldeyrishöft gera það að verkum að framleiðsla á vörum sé nánast engin og vöruskortur því mikill. „Matvörur og aðrar nauðsynjavörur eru ekki að koma inn í landið en þegar vörur loksins koma í verslanir myndast langar biðraðir. Fólk í hundruða tali safnast saman fyrir utan verslunina í þeirri von að fá nauðsynlegar vörur. Hver og einn má ekki kaupa nema ákveðið magn hverju sinni.“ Þá segir hún einnig mikinn skort vera á lyfjum og segir læknisþjónustuna nánast enga. „Fólk með alvarlega sjúkdóma er í hættu á að fá ekki nauðsynleg lyf því þau eru einfaldlega ekki til í landinu. Ef fólk þarf að fara í aðgerð þá þarf það sjálft að útvega grisjur.“Mönnum afhent vopn af yfirvöldumÁ miðvikudaginn var, var ung stúlka, 22 ára, skotin til bana. Að minnsta kosti sex hafa látist í átökunum og tugir eru slasaðir. „Stelpan var skotin af manni á mótorhjóli. Þessir menn eru út um allt, spóla í kringum mann, haldandi á byssum. Orðrómur er að þessum mönnum sé borgað og að þeir fái vopn frá yfirvöldum.“ Allir fjölmiðlar í Venesúela eru ríkisreknir og segir Jóna það ástæðuna fyrir því að fréttir um ástandið birtist ekki í réttri mynd. Hægt sé að fara á internetið og finna myndbönd sem gefi rétta mynd af ástandinu. Samstaða á meðal fólksins Jóna segir hræðsluna mikla en á sama tíma gefi þetta von um betra ástand og segir samstöðu meðal fólksins mikla. „Með hverjum deginum sem líður þá er von í okkur öllum um að eitthvað geti breyst. Við eigum skilið að geta keyrt um götur borgarinnar án þess að eiga von á að verða skotin til bana eða rænd. Samfélagið og þjóðin stendur saman.“Boðað hefur verið til samstöðufunds sem haldinn verður á heimsvísu. Hér á Íslandi verður fundurinn haldinn á Austurvelli klukkan 12 á morgun, laugardaginn 22. febrúar.
Tengdar fréttir „Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
„Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09