Innlent

Boðað til mótmæla á Austurvelli vegna ESB-málsins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá mótmælum á Austurvelli 2010.
Frá mótmælum á Austurvelli 2010. vísir/vilhelm
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

„Það var skýrt tekið fram í loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að íslenskur almenningur fengi að kjósa um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið snemma á kjörtímabilinu,“ segir á vefsíðu mótmælanna, sem hefjast klukkan 15. „Þessi loforð hafa ríkisstjórnarflokkarnir tveir svikið með mjög afgerandi hætti!“

Er það krafa mótmælanna að umsóknin verði ekki dregin til baka nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem skuli haldin ekki síðar en 31. júlí.

„Þingfundur hefst á morgun, mánudag klukkan 15:00 og við ætlum að vera á staðnum til þess að láta stjórnarflokkana sjá að okkur er ekki sama. Margir eru í vinnu á þessum tíma en þeir slást þá í hópinn eftir vinnu. Við förum ekki heim fyrr en á okkur er hlustað! Mætum öll sem getum og látum ríkisstjórnina sjá að svona verður ekki komið fram við kjósendur.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×