Innlent

Fólk að safnast saman á Austurvelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/daníel
Lögreglan hefur sett upp girðingar við Alþingishúsið vegna mótmæla sem boðað hefur verið til klukkan þrjú í dag. Lögreglan gefur ekki upp viðbúnað sinn fyrirfram en Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri, segir viðbúnað lögreglu vera við hæfi.

„Við vonum það besta og verðum viðbúin ef eitthvað kemur upp á. Við teljum okkur vera með hæfilegan viðbúnað,“ segir Arnar.

Kirkjustræti verður lokað að minnsta kosti, en Arnar sagðist ekki vera viss um frekari lokanir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.