Innlent

Marel gaf starfsmönnum sínum frí til að mótmæla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Visir/Anton
Íslenska útflutningsfyrirtækið Marel hefur veitt starfsmönnum sínum frí í dag til að taka þátt í mótmælunum á Austurvelli.

Auðbjörg Ólafsdóttir, talsmaður Marel, sagði í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi gefið starfsfólki sínu frí til að mótmæla og öllum hafi verið það frjálst. Enginn hafi verið tilneyddur.

Öðrum spurningum Vísis vildi Marel ekki svara.

Í samtali við kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins í gær sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels að með afturkölluninni væri verið að slá eina raunhæfa kostinn út af borðinu í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.

Ég er ekki að segja að við eigum að ganga þar inn skilyrðislaust en það er ekki rétt að loka á valkosti eins og staðan er núna," sagði Árni Oddur og bætti við að þessi ákvörðun stjórnvalda slái hann mjög illa.

Þetta veldur því að erfitt geti reynst að mynda viðskiptasambönd erlendis að hans mati. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×