Segir ályktunina fulla af óhróðri og dylgjum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 16:08 Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli þar sem fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið er mótmælt. Vísir/Fanney Kristján Möller segir makalausar dylgjur og óhróður, ásakanir um stjórnarskrárbrot, vera að finna í þingsályktunartillögu umdeildri þingsályktunartillögu, en þingmaðurinn gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi skrifað hana sjálfur, hún sé slík hrákasmíð. Þung orð hafa fallið í umræðu um tillögu um þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þingskjalinu var útbýtt á þinginu áðan. Orð eins og „óásættanlegt“, „lítilsvirðandi við þingið“, „skýrslan er skrípaleikur“, „þingið haft að fífli“, „þjóðin höfð að fífli“, ríkisstjórnin er skipuð pólitískum lindýrum“, „pólitískt óhæfuverk“ og þannig má lengi telja, þung orð úr munni þingmanna stjórnarandstöðunni sem telur sig illa svikna. Þar er meðal annars vísað til orða formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga þess efnis að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópubandalagið. Einn þeirra sem tók til máls var þingmaður Samfylkingar, Kristján Möller, sem vakti athygli á ályktuninni sjálfri, sem hann segir fulla af dylgjum og rangfærslum; og því ekki boðleg – í raun ótæk til umræðu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Miðað við það sem fram hefur komið í atkvæðaskýringum, yfirlýsingum þingmanna og fleiri gögnum má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Kristján vakti athygli á því að um þetta hefði verið greidd atkvæði á alþingi á sínum tíma og einn þriðji Framsóknarþingmanna hafi greitt atkvæði með málinu. 33 þingmenn samþykktu aðildarviðræður, löglega gert," segir Kristján. „Hrákasmíð, sem er líklega skrifuð af utanríkisráðherranum sjálfum. Að leiða að því líkum að einhverjir þingmenn hafi brotið stjórnarskrá til að láta þvinga sig til atkvæðagreiðslu. Hvað með framsóknarmennina þrjá sem samþykktu?“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kristján Möller segir makalausar dylgjur og óhróður, ásakanir um stjórnarskrárbrot, vera að finna í þingsályktunartillögu umdeildri þingsályktunartillögu, en þingmaðurinn gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi skrifað hana sjálfur, hún sé slík hrákasmíð. Þung orð hafa fallið í umræðu um tillögu um þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þingskjalinu var útbýtt á þinginu áðan. Orð eins og „óásættanlegt“, „lítilsvirðandi við þingið“, „skýrslan er skrípaleikur“, „þingið haft að fífli“, „þjóðin höfð að fífli“, ríkisstjórnin er skipuð pólitískum lindýrum“, „pólitískt óhæfuverk“ og þannig má lengi telja, þung orð úr munni þingmanna stjórnarandstöðunni sem telur sig illa svikna. Þar er meðal annars vísað til orða formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga þess efnis að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópubandalagið. Einn þeirra sem tók til máls var þingmaður Samfylkingar, Kristján Möller, sem vakti athygli á ályktuninni sjálfri, sem hann segir fulla af dylgjum og rangfærslum; og því ekki boðleg – í raun ótæk til umræðu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Miðað við það sem fram hefur komið í atkvæðaskýringum, yfirlýsingum þingmanna og fleiri gögnum má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Kristján vakti athygli á því að um þetta hefði verið greidd atkvæði á alþingi á sínum tíma og einn þriðji Framsóknarþingmanna hafi greitt atkvæði með málinu. 33 þingmenn samþykktu aðildarviðræður, löglega gert," segir Kristján. „Hrákasmíð, sem er líklega skrifuð af utanríkisráðherranum sjálfum. Að leiða að því líkum að einhverjir þingmenn hafi brotið stjórnarskrá til að láta þvinga sig til atkvæðagreiðslu. Hvað með framsóknarmennina þrjá sem samþykktu?“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira