Erlent

Mikil eyðilegging í Chile

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Síðustu tvo daga urðu tveir stórir jarðskjálftar í Chile í Suður-Ameríku, annar 8,2 stig að styrkleika og hinn 7,6 stig. Skjálftarnir ollu gífurlegri eyðileggingu og létust að minnsta kosti sex manns.

Í kjölfar fyrri skjálftans gengu flóðbylgjur á land og ollu einnig miklu tjóni við strendur landsins. Rafmagnslaust varð á stórum svæðum og var neyðarástandi líst yfir.

Um 2.600 heimili eyðilögðust í skjálftunum og hafa margir þar að auki þurft að yfirgefa heimili sín.

Á meðfylgjandi myndum má sjá tjónið eftir skjálftana og flóðbylgjuna.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×