Erlent

Annar stór skjálfti í Síle

Þúsundir landsmanna hafa þurft að hafast við undir berum himni frá því fyrsti skjálftinn reið yfir í fyrrinótt.
Þúsundir landsmanna hafa þurft að hafast við undir berum himni frá því fyrsti skjálftinn reið yfir í fyrrinótt. Vísir/AFP
Annar öflugur jarðskjálfti, að þessu sinni upp á 7,6 stig, reið yfir Síle seint í gærkvöldi, réttum sólarhring eftir að skjálfti upp á 8,2 stig olli þar miklu tjóni.

Önnur flóðbylgjuviðvörun var gefin og á meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa íverustaði sína var forsetinn Michelle Bachelet sem stödd var á svæðinu til þess að stappa stálinu í fórnarlömb fyrri skjálftans. Flóðbylgjan sem skall á ströndinni reyndist hinsvegar lítil, eða aðeins um sjötíu sentimetrar á hæð.

Engar fregnir hafa borist af tjóni af völdum seinni skjálftans en sá stóri í gær varð sex manns að bana og olli miklum skemmdum  á byggingum og rafkerfi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×