Erlent

Byltingarkennd ilmvötn bönnuð á Kúbu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hugo Chávez og Che Guevara hittust aldrei en voru báðir miklir vinir Fidels Castro.
Hugo Chávez og Che Guevara hittust aldrei en voru báðir miklir vinir Fidels Castro. Vísir/Getty
Ríkisstjórn Kúbu hefur bannað ilmvötn sem framleidd voru af lyfjafyrirtæki ríkisins þar í landi og nefnd eftir Ernesto Che Guevara, einum af leiðtogum kúbönsku byltingarinnar, og Hugo Chávez, fyrrverandi forseta Venesúela. BBC greinir frá.

Í yfirlýsingu í ríkisdagblaðinu Granma segir framleiðsla ilmvatnanna hafi verið alvarleg mistök þar sem táknmyndir kúbönsku byltingarinnar hafi verið og muni alltaf vera heilög. Með því að framleiða ilmvötnin hafi Guevara og Chávez verið sýnd vanvirðing.

Fulltrúi lyfjafyrirtækisins segir ilmvötnin þvert á móti búin til til heiðurs Che Guevara og Hugo Chávez og að leyfi hafi fengist frá fjölskyldum þeirra fyrir notkun nafnanna. Ríkisstjórn Kúbu segir svo hins vegar ekki vera og hefur staðfest að hún muni grípa til aðgerða gegn lyfjafyrirtækinu svo jafnalvarleg mistök endurtaki sig ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×