Erlent

Ferðamenn hræddir við Ísrael

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir sólstólar voru tómir á ströndum Ísrael í sumar.
Margir sólstólar voru tómir á ströndum Ísrael í sumar. Vísir/AP
Samkvæmt spám átti sumarið að slá öll met í ferðaþjónustu í Ísrael, en lítið varð af því vegna 50 daga átaka Ísrael og Hamas. Gífurlega margir afbókuðu ferðir sínar, svo heilu hótelin stóðu tóm í allt sumar.

AP fréttaveitan segir að talið sé að hundruð milljónir dala hafi tapast og að áhyggjur séu um að eftirmálar átakanna gætu varað lengi. Þrátt fyrir að átökunum hafi lokið mánuði síðan finna ferðaþjónustuaðilar enn fyrir því að ferðamenn óttist að ferðast til Ísrael.

Átökin hófust þann 8. júlí, í byrjun ferðamannatímabilsins í Ísrael. Í áratug hefur ferðaþjónusta orðið fyrirferðarmeiri þar í landi og fyrir þetta sumar stóðu vonir um að met yrði slegið í fjölda ferðamanna. Spár sögðu til um að allt að 3,6 milljónir ferðamanna myndu heimsækja landið.

Átökin ollu þó því að þriðjungi færri ferðamenn sóttu landið heim, samanborið við sumarið í fyrra. Skömmu eftir að átökunum lauk áætlaði ferðamálaráðuneyti Ísrael að skaðinn væri allt að 544 milljónir dala. eða um 65 milljarðar króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×