Erlent

Rifu niður styttu af Lenín

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Þjóðernissinnar í borginni Kharkiv í Úkraínu rifu niður styttu af Lenín í dag. Héraðsstjóri svæðisins samþykkti eyðileggingu styttunnar. Þegar forsetanum Viktor Yanukovych var steypt af stóli í febrúar reyndu þjóðernissinnar að rífa styttuna niður en mótmælendur hliðhollir Rússlandi vörðu hana.

„Lenin? Leyfum honum að falla. Svo lengi sem fólk slasast ekki. Svo lengi sem þetta blóðuga tákn kommúnismans skapi ekki fleiri fórnarlömb,“ skrifaði héraðsstjórinn Ihor Baluta í tilskipun sína um niðurrif styttunnar.

Á vef BBC segir þó að margir telji tilskipunina hafa verið setta fram á síðustu stundu og þá hafi þegar staðið til að rífa styttuna niður.

Einn mótmælandi særðist við að brot úr styttunni féll í höfuð hans. Þá segja fjölmiðlar í Úkraínu að lögreglan rannsaki nú atvikið sem skemmdarverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×