Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.
Björgunarlið frá mörgum þjóðlöndum kemur nú að leitinni en 162 voru um borð í vélinni sem hvarf af ratsjá um klukkustund eftir flugtak frá Surabaya í Indónesíu. Slæmt veður var á flugleiðinni og hafði flugstjórinn beðið um heimild til að hækka flugið. Áður en hægt var að veita slíka heimild hvarf vélin hinsvegar.
Þá segjast yfirvöld í Indónesíu hafa sent björgunarsveitir af stað til að rannsaka fregnir sem borist hafa af reykjarmekki sem stígur upp á eyju á leitarsvæðinu.
Brak fannst í Jövuhafi

Tengdar fréttir

Leit að farþegavélinni hefst um miðnætti
Vélin hvarf af ratsjám í gærkvöldi en leitinni var hætt í dag vegna myrkurs og erfiðra aðstæðna.

Leit að flugvélinni hætt í dag
Leitarmenn segja líklegast að brak vélarinnar sé nú að finna á hafsbotni.

Leit að týndu flugvélinni heldur áfram
Talið líklegt að flugvélin sé á hafsbotni en engar sannanir eru þó fyrirliggjandi.

Brak úr vélinni mögulega fundið
Flugmenn ástralskra leitarvéla telja sig hafa fundið brak í sjónum sem gæti verið úr vélinni.

Leitin að týndu flugvélinni stöðvuð tímabundið
Ekkert neyðarkall hefur borist frá vélinni en hún hvarf stuttu eftir að flugmaður vélarinnar bað um að fá að breyta um stefnu.