Leitin að týndu flugvélinni stöðvuð tímabundið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. desember 2014 09:09 Flugvélin var frá flugfélaginu AirAsia í Indónesíu. Vísir/AP Flugvél AirAsia hefur verið leitað í nótt og í dag eftir að hún hvarf af ratsjám í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Leitinni hefur verið hætt í dag þar sem farið er að myrkva. Erifaðar aðstæður eru á leitarsvæðinu. 162 einstaklingar eru um borð í vélinni. Þetta er það sem við vitum. Nánari umfjöllun fyrir neðan punktana.Flugvél AirAsia, Qz8501, var á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapore en missti samband við flugumferðarstjórn klukkan 7.24 að staðartíma.162 einstaklingar eru um borð í vélinni, sem er af gerinni A320-200. Þar af eru sjö áhafnarmeðlimir.Flestir um borð eru frá Indónesíu, eða 155. Þrír eru frá Suður-Kóreu, einn frá Malasíu, einn frá Singapore, einn frá Bretlandi og einn áhafnarmeðlimur frá Frakklandi.Flugstjóri vélarinnar bað um leyfi til að hækka flugið í 38.000 fet til að komast hjá vondu veðri stuttu áður en samband við vélina rofnaði. Ekkert neyðarkall hefur borist frá vélinni.Leitað er í kringum eyjarnar Bangka og Belitung, austur af Súmötru.Leit hefur verið tímabundið hætt. Reiknað er með að leitin hefjist aftur eftir nokkra tíma.Flugherinn í Indónesíu leitar nú vélarinnar.Vísir/AFPFlugvélin var á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapore. Samkvæmt yfirvöldum í Indónesíu missti flugvélin samband við flugstjórn í Jakarta seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Vélin er af gerðinni Airbus 320-200 og er með flugnúmerið QZ8501. Ekkert neyðarkall hefur verið sent frá vélinni, samkvæmt Joko Muryo Atmodjo, yfirmaður flugmála í indónesíska samgönguráðuneytinu. Indónesísk stjórnvöld hafa sent átta skip, tvær þyrlur og þrjár flugvélar að leita að vélinni. Leitað er í kringum Bangka og Belitung, sem eru tvær eyjur austur af Súmötru. Stjórnvöld í Singapore hafa sent eina C130 flugvél að leita og Malasía hefur sent þrjú skip og eina flugvél á leitarsvæðið.Fjölskyldur farþega hafa lítið fengið að vita um stöðuna.Vísir/APSamkvæmt upplýsingum frá AirAsia eru 155 farþegar um borð í vélinni og sjö áhafnarmeðlimir.Talið er að 156 eru frá Indónesíu, þrír frá Suður-Kóreu, einn frá Malasíu, einn frá Singapore, einn frá Bretlandi og einn áhafnarmeðlimur frá Frakklandi. Bæði yfirvöld í Singapore og Malasíu hafa boðið fram aðstoð við leitina. Samkvæmt yfirlýsingu frá yfirvöldum í Singapore hafa indónesísk stjórnvöld þegið boð um hjálp. Ástralir hafa einnig boðið fram aðstoð við leitina þrátt fyrir að enginn Ástrali hafi verið um borð í vélinni. Fleiri erlend ríki fylgjast með stöðunni og hefur Barack Obama fengið skýrslu um hvarfið, samkvæmt talsmanni Hvíta hússins. Þá hefur talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagt að Kínverjar hafi þungar áhyggjur af öryggi farþega og áhafnarmeðlima vélarinnar. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Flugvél AirAsia hefur verið leitað í nótt og í dag eftir að hún hvarf af ratsjám í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Leitinni hefur verið hætt í dag þar sem farið er að myrkva. Erifaðar aðstæður eru á leitarsvæðinu. 162 einstaklingar eru um borð í vélinni. Þetta er það sem við vitum. Nánari umfjöllun fyrir neðan punktana.Flugvél AirAsia, Qz8501, var á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapore en missti samband við flugumferðarstjórn klukkan 7.24 að staðartíma.162 einstaklingar eru um borð í vélinni, sem er af gerinni A320-200. Þar af eru sjö áhafnarmeðlimir.Flestir um borð eru frá Indónesíu, eða 155. Þrír eru frá Suður-Kóreu, einn frá Malasíu, einn frá Singapore, einn frá Bretlandi og einn áhafnarmeðlimur frá Frakklandi.Flugstjóri vélarinnar bað um leyfi til að hækka flugið í 38.000 fet til að komast hjá vondu veðri stuttu áður en samband við vélina rofnaði. Ekkert neyðarkall hefur borist frá vélinni.Leitað er í kringum eyjarnar Bangka og Belitung, austur af Súmötru.Leit hefur verið tímabundið hætt. Reiknað er með að leitin hefjist aftur eftir nokkra tíma.Flugherinn í Indónesíu leitar nú vélarinnar.Vísir/AFPFlugvélin var á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapore. Samkvæmt yfirvöldum í Indónesíu missti flugvélin samband við flugstjórn í Jakarta seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Vélin er af gerðinni Airbus 320-200 og er með flugnúmerið QZ8501. Ekkert neyðarkall hefur verið sent frá vélinni, samkvæmt Joko Muryo Atmodjo, yfirmaður flugmála í indónesíska samgönguráðuneytinu. Indónesísk stjórnvöld hafa sent átta skip, tvær þyrlur og þrjár flugvélar að leita að vélinni. Leitað er í kringum Bangka og Belitung, sem eru tvær eyjur austur af Súmötru. Stjórnvöld í Singapore hafa sent eina C130 flugvél að leita og Malasía hefur sent þrjú skip og eina flugvél á leitarsvæðið.Fjölskyldur farþega hafa lítið fengið að vita um stöðuna.Vísir/APSamkvæmt upplýsingum frá AirAsia eru 155 farþegar um borð í vélinni og sjö áhafnarmeðlimir.Talið er að 156 eru frá Indónesíu, þrír frá Suður-Kóreu, einn frá Malasíu, einn frá Singapore, einn frá Bretlandi og einn áhafnarmeðlimur frá Frakklandi. Bæði yfirvöld í Singapore og Malasíu hafa boðið fram aðstoð við leitina. Samkvæmt yfirlýsingu frá yfirvöldum í Singapore hafa indónesísk stjórnvöld þegið boð um hjálp. Ástralir hafa einnig boðið fram aðstoð við leitina þrátt fyrir að enginn Ástrali hafi verið um borð í vélinni. Fleiri erlend ríki fylgjast með stöðunni og hefur Barack Obama fengið skýrslu um hvarfið, samkvæmt talsmanni Hvíta hússins. Þá hefur talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagt að Kínverjar hafi þungar áhyggjur af öryggi farþega og áhafnarmeðlima vélarinnar.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira