Erlent

16 látnir í Síle

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/afp
Gríðarmiklir skógareldar hafa banað 16 manns og eyðilagt rúmlega 500 heimili í hafnarborginni Valparaiso í Síle.

Fjölmargir íbúar eru án rafmagns og hefur Michelle Bachelet, forseti landsins, falið hernum það að sjá um að rýma borgina.

Bachelet hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu en nú er búið að flytja þúsundir burt frá borginni.

Mjög erfitt er að slökkva eldana, meðal annars vegna sterkra vinda sem feykja logunum inn í íbúðarhverfi. Talsmaður stjórnvalda segir að rýming íbúa borgarinnar sé algjört forgangsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×