Trúin getur flutt fjöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 08:00 Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram gegn Motherwell með mögnuðu marki. Fréttablaðið/Daníel „Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
„Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira