Erlent

Singer sakaður um fleiri kynferðisbrot

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bryan Singer hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, X-Men og Superman Returns.
Bryan Singer hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, X-Men og Superman Returns. vísir/getty
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur enn á ný verið sakaður um kynferðisbrot.

Breskur karlmaður hefur höfðað mál á hendur leikstjóranum og sakar hann Singer og framleiðandann Gary Goddard um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar maðurinn var sautján ára.

Hann segir Goddard hafa sett sig í samband við sig þegar hann var einungis fjórtán ára og beðið um nektarmyndir og sent myndbönd af sjálfum sér að fróa sér. Í ákæruskjali segir að síðar hafi þeir hist og Goddard misnotað drenginn.

Í eftirpartýi í Lundúnum árið 2006 eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Superman Returns er Goddard sagður hafa beitt drenginn kynferðisofbeldi ásamt Singer og þriðja manni.

Þessum ásökunum neitar lögfræðingur Singers en í síðasta mánuði höfðaði hinn 31 árs gamli Michael Egan einkamál á hendur Singer, Goddard og framleiðandanum David Neuman. Segir Egan mennina hafa nauðgað sér í veislum á Havaí og í Los Angeles árið 1999, en þá var Egan fimmtán ára.

Í kjölfar málshöfðunarinnar dró Singer sig út úr kynningarherferð nýjustu kvikmyndar sinnar, X-Men: Days of Future Past, en hún verður frumsýnd í þessum mánuði.

Þá var höfðað mál gegn Singer árið 1997 og honum gefið að sök að hafa beðið fjórtán ára dreng að afklæðast fyrir tökur á atriði í kvikmyndinni Apt Pupil. Málinu var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×