Gleymdist að fangelsa hann í þrettán ár Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2014 23:04 Cornelalious Anderson ásamt fjölskyldu sinni á leið úr réttarsal. Vísir/AP Cornelalious Anderson slapp við 13 ára fangelsisvist vegna mannlegra mistaka. Þegar mistökin komu upp í fyrra var hann þó færður í fangelsi, en var frelsaður í dag, eftir tæpa ársvist. Dómari í Missouri í Bandaríkjunum ákvað að frelsa hann eftir tíu mínútna réttarhöld. Alls liðu 4,794 dagar frá því að Anderson var sakfelldur fyrir rán árið 2000. Starfsmaður réttarins gleymdi þó að tilkynna að hann hafi verið látinn laus á tryggingu eftir sakfellinguna. Þegar fangavist hans átti að ljúka í júlí í fyrra uppgötvaðist að hann hafi aldrei setið í fangelsi. Einn morguninn keyrðu átta lögreglumenn upp að heimili hans í úthverfi og færðu hann í fangelsi, en þaðan losnaði hann í dag. Frá þessu segir AP fréttaveitan. Anderson var 23 ára þegar hann var sakfelldur fyrir þátttöku í að ræna starfsmann skyndibitakeðju. Hann sagði AP að fyrstu árin hafi hann beðið eftir því að vera settur í fangelsi og jafnvel spurst fyrir um hvenær af því yrði. Aldrei kom þó að þeim degi. Síðan þá stofnaði Anderson verktakafyrirtæki, gifti sig og eignaðist dóttir. Hann hefur einnig þjálfað börn í amerískum fótbolta og unnið í sjálfboðavinnu í kirkju. Við réttarhöldin sagði lögfræðingur hans að á þeim árum síðan hann hafi verið sakfelldur hafi Anderson snúið lífi sínu við og afrekað það sem hegningakerfinu mistakist oft. Dómarinn var því sammála og sagði að þrátt fyrir að glæpur hans hafi verið alvarlegur, sé Anderson allt annar maður en hann var árið 2003. „Þú hefur verið góður faðir, góður eiginmaður og góður skattgreiðandi í ríkinu Missouri. Ég held að þú sért góður og breyttur maður,“ sagði dómarinn Terry Lynn Brown. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Cornelalious Anderson slapp við 13 ára fangelsisvist vegna mannlegra mistaka. Þegar mistökin komu upp í fyrra var hann þó færður í fangelsi, en var frelsaður í dag, eftir tæpa ársvist. Dómari í Missouri í Bandaríkjunum ákvað að frelsa hann eftir tíu mínútna réttarhöld. Alls liðu 4,794 dagar frá því að Anderson var sakfelldur fyrir rán árið 2000. Starfsmaður réttarins gleymdi þó að tilkynna að hann hafi verið látinn laus á tryggingu eftir sakfellinguna. Þegar fangavist hans átti að ljúka í júlí í fyrra uppgötvaðist að hann hafi aldrei setið í fangelsi. Einn morguninn keyrðu átta lögreglumenn upp að heimili hans í úthverfi og færðu hann í fangelsi, en þaðan losnaði hann í dag. Frá þessu segir AP fréttaveitan. Anderson var 23 ára þegar hann var sakfelldur fyrir þátttöku í að ræna starfsmann skyndibitakeðju. Hann sagði AP að fyrstu árin hafi hann beðið eftir því að vera settur í fangelsi og jafnvel spurst fyrir um hvenær af því yrði. Aldrei kom þó að þeim degi. Síðan þá stofnaði Anderson verktakafyrirtæki, gifti sig og eignaðist dóttir. Hann hefur einnig þjálfað börn í amerískum fótbolta og unnið í sjálfboðavinnu í kirkju. Við réttarhöldin sagði lögfræðingur hans að á þeim árum síðan hann hafi verið sakfelldur hafi Anderson snúið lífi sínu við og afrekað það sem hegningakerfinu mistakist oft. Dómarinn var því sammála og sagði að þrátt fyrir að glæpur hans hafi verið alvarlegur, sé Anderson allt annar maður en hann var árið 2003. „Þú hefur verið góður faðir, góður eiginmaður og góður skattgreiðandi í ríkinu Missouri. Ég held að þú sért góður og breyttur maður,“ sagði dómarinn Terry Lynn Brown.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira