Norska öryggislögreglan (PST) hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar og telur trúlegt að reynt verði að fremja hryðjuverk í landinu innan árs.
„PST og leyniþjónustan hafa áður varað við neikvæðri þróun. Síðustu mánuði hefur ástandið versnað,“ segir í tilkynningu PST á heimasíðu sinni.
Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að lögreglan álíti sem svo að hryðjuverkamenn hyggi á árás á landið innan tólf mánaða.
Norðmenn hækkuðu viðbúnaðarstig vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar í sumar, en það var síðar lækkað án þess að nokkurt hryðjuverk hafi átt sér stað.
Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa handtekið fjölda manns síðustu mánuði og ár vegna gruns um áætlanir um að fremja hryðjuverk. Margir hinna handteknu hafa verið í tengslum við vígasveitir ISIS í Sýrlandi og Írak.
Norðmenn hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar

Tengdar fréttir

Hugðust drepa norska fjölskyldu af handahófi
Öfgamennirnir ætluðu sér að taka fjölskylduna af lífi með hnífum, taka upp aftökuna á myndband og birta á netinu.

IS-liðar að baki hryðjuverkaógninni í Noregi
Fjórir liðsmenn IS voru á leið frá Aþenu til Noregs í sumar sem olli því að norsk lögregla hækkaði viðvörunarstig vegna hryðjuverkaógnar í efsta stig.

Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum
Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló.

Norska lögreglan lækkar viðbúnaðarstig
Lögregla í Noregi mun lækka viðbúnaðarstig vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem steðjar að landinu og sagt var frá í síðustu viku.