Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 08:28 Norsk yfirvöld fengu upplýsingar frá manni tengdum sýrlenskum öfgahópum að til stæði að gera hryðjuverkaárás á Noreg. Sjá má vopnaða lögreglumenn á Gardermoen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan hefur varað við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins. Fréttamannafundi þessa efnis var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, og Vidar Refvik ríkislögreglustjóri segjast hafa upplýsingar um að til standi að gera hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum. Lögregluumdæmi um allt land hafa aukið viðbúnað, meðal annars á landamærum, alþjóðaflugvöllum, sjúkrahúsum og lestarstöðvum. Yfirvöld eru byrjuð að kalla lögreglumenn heim úr sumarfríum sínum. Þá hefur Erna Solberg forsætisráðherra frestað fyrirhuguðu fríi sínu vegna ógnarinnar. Ráðhúsinu í Ósló hefur verið lokað ferðamönnum.Tore Bjørgo, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar vera táknræn og algeng skotmörk í samtali við norska ríkisútvarpið. Bjørgo segir að síðast hafi lögregla gefið út sambærilega viðvörun fyrir 41 ári síðan. „Í olíudeilunni árið 1973 gáfu yfirvöld út viðvörun til almennings vegna mögulegrar árásar á olíuhreinsistöð. Ekkert gerðist hins vegar. Hryðjuverkamennirnir yfirgáfu líklegast landið.“ Skömmu eftir ákveðið var sömuleiðis ákveðið að loka konungshöllinni fyrir ferðamönnum. Atle Mesøy, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir í samtali við norska ríkisutvarpið að líklegast sé um að ræða menn með tengsl við Noreg sem standi að baki ógninni, menn sem hafi búið í landinu áður og svo gengið til liðs við íslamska öfgamenn í Sýrlandi. Yfirvöldum bárust nýlega upplýsingar frá mönnum með tengsl við öfgahópa í Sýrlandi þar sem fram kom að til stæði að framkvæma hryðjuverkaárás á Noreg. „Við erum þó ekki með neinar upplýsingar um hver, hvar eða á hvaða hátt árásin verður gerð,“ segir Bjørnland. Anders Anundsen dómsmálaráðherra hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi næstu daga og varar fólk við að beina sjónum sérstaklega að ákveðnum þjóðfélagshópum vegna málsins. Bjørnland segir lögregluna oft fá sambærilegar upplýsingar um fyrirhugaða árás, en í þetta skiptið telji hún upplýsingarnar trúverðugar. Segir hún að fjöldinn allur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum séu nú að störfum á víð og dreif í borgum og öðrum fjölförnum stöðum. „Við getum ekki útilokað að þeir sem okkur stafar ógn af séu á leið til Noregs og við vitum ekki hvort þeir séu nú þegar hér,“ segir Bjørnland. Anundsen segir öfgafulla íslamista enn vera mesta ógn Noregs. „Öfgafullir íslamistar hafa lengi reynt að safna liði í Noregi og Sýrland virðist vera helst vettvangur slíkrar liðssöfnunar.“ Búist er við allt að hálfri milljón gesta á Tall Ships Races skipahátíð í Björgvin nú um helgina og var skipuleggjendum hátíðarinnar sagt frá ógninni í gærkvöldi. „Tall Ships Races mun fara fram eins og venjulega en lögreglumenn á vettvangi verða fleiri en vanalega,“ segir Håkon Vatle, talsmaður hátíðarinnar í samtali við NRK. Hann hvetur þó fólk til að hafa varann á. Norway, Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst í Ósló á morgun og er haft eftir öryggisstjóranum að lögregla hafi enga ástæðu til að trúa að mótið sé skotmark hryðjuverkamannanna. Sést hefur til vopnaðrar lögreglu á Gardermoen flugvelli í Ósló og þá segir að lögregla hafi rannsakað tvær lestir í höfuðborginni í morgun. Audun Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir nauðsynlegt að taka þær upplýsingar sem fram hafa komið mjög alvarlega. „Við vitum að það eru til öfgafullir íslamskir hópar sem hafa beitt ofbeldi og sem geta hugsað sér að beita ofbeldi.“ Hann segir lögreglu og ríkisstjórn hafa brugðist rétt við með því að hafa komið út með viðvörunina. „Þegar vopnuð lögregla sést á flugvöllum á á landamærum er mikilvægt að segja frá hvers vegna svo er,“ segir Lysbakken í sasamtali við NRK.Dómsmálaráðherra Noregs mætti ásamt ríkislögreglustjóra og yfirmanni öryggislögreglunnar til að ræða við fréttamenn í morgun.Vísir/AFP Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan hefur varað við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins. Fréttamannafundi þessa efnis var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, og Vidar Refvik ríkislögreglustjóri segjast hafa upplýsingar um að til standi að gera hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum. Lögregluumdæmi um allt land hafa aukið viðbúnað, meðal annars á landamærum, alþjóðaflugvöllum, sjúkrahúsum og lestarstöðvum. Yfirvöld eru byrjuð að kalla lögreglumenn heim úr sumarfríum sínum. Þá hefur Erna Solberg forsætisráðherra frestað fyrirhuguðu fríi sínu vegna ógnarinnar. Ráðhúsinu í Ósló hefur verið lokað ferðamönnum.Tore Bjørgo, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar vera táknræn og algeng skotmörk í samtali við norska ríkisútvarpið. Bjørgo segir að síðast hafi lögregla gefið út sambærilega viðvörun fyrir 41 ári síðan. „Í olíudeilunni árið 1973 gáfu yfirvöld út viðvörun til almennings vegna mögulegrar árásar á olíuhreinsistöð. Ekkert gerðist hins vegar. Hryðjuverkamennirnir yfirgáfu líklegast landið.“ Skömmu eftir ákveðið var sömuleiðis ákveðið að loka konungshöllinni fyrir ferðamönnum. Atle Mesøy, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir í samtali við norska ríkisutvarpið að líklegast sé um að ræða menn með tengsl við Noreg sem standi að baki ógninni, menn sem hafi búið í landinu áður og svo gengið til liðs við íslamska öfgamenn í Sýrlandi. Yfirvöldum bárust nýlega upplýsingar frá mönnum með tengsl við öfgahópa í Sýrlandi þar sem fram kom að til stæði að framkvæma hryðjuverkaárás á Noreg. „Við erum þó ekki með neinar upplýsingar um hver, hvar eða á hvaða hátt árásin verður gerð,“ segir Bjørnland. Anders Anundsen dómsmálaráðherra hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi næstu daga og varar fólk við að beina sjónum sérstaklega að ákveðnum þjóðfélagshópum vegna málsins. Bjørnland segir lögregluna oft fá sambærilegar upplýsingar um fyrirhugaða árás, en í þetta skiptið telji hún upplýsingarnar trúverðugar. Segir hún að fjöldinn allur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum séu nú að störfum á víð og dreif í borgum og öðrum fjölförnum stöðum. „Við getum ekki útilokað að þeir sem okkur stafar ógn af séu á leið til Noregs og við vitum ekki hvort þeir séu nú þegar hér,“ segir Bjørnland. Anundsen segir öfgafulla íslamista enn vera mesta ógn Noregs. „Öfgafullir íslamistar hafa lengi reynt að safna liði í Noregi og Sýrland virðist vera helst vettvangur slíkrar liðssöfnunar.“ Búist er við allt að hálfri milljón gesta á Tall Ships Races skipahátíð í Björgvin nú um helgina og var skipuleggjendum hátíðarinnar sagt frá ógninni í gærkvöldi. „Tall Ships Races mun fara fram eins og venjulega en lögreglumenn á vettvangi verða fleiri en vanalega,“ segir Håkon Vatle, talsmaður hátíðarinnar í samtali við NRK. Hann hvetur þó fólk til að hafa varann á. Norway, Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst í Ósló á morgun og er haft eftir öryggisstjóranum að lögregla hafi enga ástæðu til að trúa að mótið sé skotmark hryðjuverkamannanna. Sést hefur til vopnaðrar lögreglu á Gardermoen flugvelli í Ósló og þá segir að lögregla hafi rannsakað tvær lestir í höfuðborginni í morgun. Audun Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir nauðsynlegt að taka þær upplýsingar sem fram hafa komið mjög alvarlega. „Við vitum að það eru til öfgafullir íslamskir hópar sem hafa beitt ofbeldi og sem geta hugsað sér að beita ofbeldi.“ Hann segir lögreglu og ríkisstjórn hafa brugðist rétt við með því að hafa komið út með viðvörunina. „Þegar vopnuð lögregla sést á flugvöllum á á landamærum er mikilvægt að segja frá hvers vegna svo er,“ segir Lysbakken í sasamtali við NRK.Dómsmálaráðherra Noregs mætti ásamt ríkislögreglustjóra og yfirmanni öryggislögreglunnar til að ræða við fréttamenn í morgun.Vísir/AFP
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira