Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 08:28 Norsk yfirvöld fengu upplýsingar frá manni tengdum sýrlenskum öfgahópum að til stæði að gera hryðjuverkaárás á Noreg. Sjá má vopnaða lögreglumenn á Gardermoen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan hefur varað við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins. Fréttamannafundi þessa efnis var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, og Vidar Refvik ríkislögreglustjóri segjast hafa upplýsingar um að til standi að gera hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum. Lögregluumdæmi um allt land hafa aukið viðbúnað, meðal annars á landamærum, alþjóðaflugvöllum, sjúkrahúsum og lestarstöðvum. Yfirvöld eru byrjuð að kalla lögreglumenn heim úr sumarfríum sínum. Þá hefur Erna Solberg forsætisráðherra frestað fyrirhuguðu fríi sínu vegna ógnarinnar. Ráðhúsinu í Ósló hefur verið lokað ferðamönnum.Tore Bjørgo, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar vera táknræn og algeng skotmörk í samtali við norska ríkisútvarpið. Bjørgo segir að síðast hafi lögregla gefið út sambærilega viðvörun fyrir 41 ári síðan. „Í olíudeilunni árið 1973 gáfu yfirvöld út viðvörun til almennings vegna mögulegrar árásar á olíuhreinsistöð. Ekkert gerðist hins vegar. Hryðjuverkamennirnir yfirgáfu líklegast landið.“ Skömmu eftir ákveðið var sömuleiðis ákveðið að loka konungshöllinni fyrir ferðamönnum. Atle Mesøy, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir í samtali við norska ríkisutvarpið að líklegast sé um að ræða menn með tengsl við Noreg sem standi að baki ógninni, menn sem hafi búið í landinu áður og svo gengið til liðs við íslamska öfgamenn í Sýrlandi. Yfirvöldum bárust nýlega upplýsingar frá mönnum með tengsl við öfgahópa í Sýrlandi þar sem fram kom að til stæði að framkvæma hryðjuverkaárás á Noreg. „Við erum þó ekki með neinar upplýsingar um hver, hvar eða á hvaða hátt árásin verður gerð,“ segir Bjørnland. Anders Anundsen dómsmálaráðherra hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi næstu daga og varar fólk við að beina sjónum sérstaklega að ákveðnum þjóðfélagshópum vegna málsins. Bjørnland segir lögregluna oft fá sambærilegar upplýsingar um fyrirhugaða árás, en í þetta skiptið telji hún upplýsingarnar trúverðugar. Segir hún að fjöldinn allur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum séu nú að störfum á víð og dreif í borgum og öðrum fjölförnum stöðum. „Við getum ekki útilokað að þeir sem okkur stafar ógn af séu á leið til Noregs og við vitum ekki hvort þeir séu nú þegar hér,“ segir Bjørnland. Anundsen segir öfgafulla íslamista enn vera mesta ógn Noregs. „Öfgafullir íslamistar hafa lengi reynt að safna liði í Noregi og Sýrland virðist vera helst vettvangur slíkrar liðssöfnunar.“ Búist er við allt að hálfri milljón gesta á Tall Ships Races skipahátíð í Björgvin nú um helgina og var skipuleggjendum hátíðarinnar sagt frá ógninni í gærkvöldi. „Tall Ships Races mun fara fram eins og venjulega en lögreglumenn á vettvangi verða fleiri en vanalega,“ segir Håkon Vatle, talsmaður hátíðarinnar í samtali við NRK. Hann hvetur þó fólk til að hafa varann á. Norway, Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst í Ósló á morgun og er haft eftir öryggisstjóranum að lögregla hafi enga ástæðu til að trúa að mótið sé skotmark hryðjuverkamannanna. Sést hefur til vopnaðrar lögreglu á Gardermoen flugvelli í Ósló og þá segir að lögregla hafi rannsakað tvær lestir í höfuðborginni í morgun. Audun Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir nauðsynlegt að taka þær upplýsingar sem fram hafa komið mjög alvarlega. „Við vitum að það eru til öfgafullir íslamskir hópar sem hafa beitt ofbeldi og sem geta hugsað sér að beita ofbeldi.“ Hann segir lögreglu og ríkisstjórn hafa brugðist rétt við með því að hafa komið út með viðvörunina. „Þegar vopnuð lögregla sést á flugvöllum á á landamærum er mikilvægt að segja frá hvers vegna svo er,“ segir Lysbakken í sasamtali við NRK.Dómsmálaráðherra Noregs mætti ásamt ríkislögreglustjóra og yfirmanni öryggislögreglunnar til að ræða við fréttamenn í morgun.Vísir/AFP Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan hefur varað við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins. Fréttamannafundi þessa efnis var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, og Vidar Refvik ríkislögreglustjóri segjast hafa upplýsingar um að til standi að gera hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum. Lögregluumdæmi um allt land hafa aukið viðbúnað, meðal annars á landamærum, alþjóðaflugvöllum, sjúkrahúsum og lestarstöðvum. Yfirvöld eru byrjuð að kalla lögreglumenn heim úr sumarfríum sínum. Þá hefur Erna Solberg forsætisráðherra frestað fyrirhuguðu fríi sínu vegna ógnarinnar. Ráðhúsinu í Ósló hefur verið lokað ferðamönnum.Tore Bjørgo, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar vera táknræn og algeng skotmörk í samtali við norska ríkisútvarpið. Bjørgo segir að síðast hafi lögregla gefið út sambærilega viðvörun fyrir 41 ári síðan. „Í olíudeilunni árið 1973 gáfu yfirvöld út viðvörun til almennings vegna mögulegrar árásar á olíuhreinsistöð. Ekkert gerðist hins vegar. Hryðjuverkamennirnir yfirgáfu líklegast landið.“ Skömmu eftir ákveðið var sömuleiðis ákveðið að loka konungshöllinni fyrir ferðamönnum. Atle Mesøy, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir í samtali við norska ríkisutvarpið að líklegast sé um að ræða menn með tengsl við Noreg sem standi að baki ógninni, menn sem hafi búið í landinu áður og svo gengið til liðs við íslamska öfgamenn í Sýrlandi. Yfirvöldum bárust nýlega upplýsingar frá mönnum með tengsl við öfgahópa í Sýrlandi þar sem fram kom að til stæði að framkvæma hryðjuverkaárás á Noreg. „Við erum þó ekki með neinar upplýsingar um hver, hvar eða á hvaða hátt árásin verður gerð,“ segir Bjørnland. Anders Anundsen dómsmálaráðherra hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi næstu daga og varar fólk við að beina sjónum sérstaklega að ákveðnum þjóðfélagshópum vegna málsins. Bjørnland segir lögregluna oft fá sambærilegar upplýsingar um fyrirhugaða árás, en í þetta skiptið telji hún upplýsingarnar trúverðugar. Segir hún að fjöldinn allur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum séu nú að störfum á víð og dreif í borgum og öðrum fjölförnum stöðum. „Við getum ekki útilokað að þeir sem okkur stafar ógn af séu á leið til Noregs og við vitum ekki hvort þeir séu nú þegar hér,“ segir Bjørnland. Anundsen segir öfgafulla íslamista enn vera mesta ógn Noregs. „Öfgafullir íslamistar hafa lengi reynt að safna liði í Noregi og Sýrland virðist vera helst vettvangur slíkrar liðssöfnunar.“ Búist er við allt að hálfri milljón gesta á Tall Ships Races skipahátíð í Björgvin nú um helgina og var skipuleggjendum hátíðarinnar sagt frá ógninni í gærkvöldi. „Tall Ships Races mun fara fram eins og venjulega en lögreglumenn á vettvangi verða fleiri en vanalega,“ segir Håkon Vatle, talsmaður hátíðarinnar í samtali við NRK. Hann hvetur þó fólk til að hafa varann á. Norway, Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst í Ósló á morgun og er haft eftir öryggisstjóranum að lögregla hafi enga ástæðu til að trúa að mótið sé skotmark hryðjuverkamannanna. Sést hefur til vopnaðrar lögreglu á Gardermoen flugvelli í Ósló og þá segir að lögregla hafi rannsakað tvær lestir í höfuðborginni í morgun. Audun Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir nauðsynlegt að taka þær upplýsingar sem fram hafa komið mjög alvarlega. „Við vitum að það eru til öfgafullir íslamskir hópar sem hafa beitt ofbeldi og sem geta hugsað sér að beita ofbeldi.“ Hann segir lögreglu og ríkisstjórn hafa brugðist rétt við með því að hafa komið út með viðvörunina. „Þegar vopnuð lögregla sést á flugvöllum á á landamærum er mikilvægt að segja frá hvers vegna svo er,“ segir Lysbakken í sasamtali við NRK.Dómsmálaráðherra Noregs mætti ásamt ríkislögreglustjóra og yfirmanni öryggislögreglunnar til að ræða við fréttamenn í morgun.Vísir/AFP
Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent