Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. desember 2014 07:00 William J. Bratton. Lögreglustjórinn í New York segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi. Nordicphotos/AFP Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana við skyldustörf í New York á laugardagskvöld. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í gær morðið á lögreglumönnunum. Obama sagði að lögreglumennirnir myndu ekki eiga afturkvæmt til ástvina sinna „og það er með engu móti hægt að réttlæta það,“ sagði hann. Talið er að mennirnir hafi verið skotnir einungis vegna þess að þeir voru einkennisklæddir í lögreglubúningum. Byssumaðurinn hafði nokkru áður birt hatursummæli um lögregluna á netinu.Barack ObamaÍ yfirlýsingu sinni sagði Obama: „Ég fordæmi morðin á lögreglumönnunum í New York-borg. Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama, en forsetinn er nú í fríi á Havaí. Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana við skyldustörf í New York á laugardagskvöld. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í gær morðið á lögreglumönnunum. Obama sagði að lögreglumennirnir myndu ekki eiga afturkvæmt til ástvina sinna „og það er með engu móti hægt að réttlæta það,“ sagði hann. Talið er að mennirnir hafi verið skotnir einungis vegna þess að þeir voru einkennisklæddir í lögreglubúningum. Byssumaðurinn hafði nokkru áður birt hatursummæli um lögregluna á netinu.Barack ObamaÍ yfirlýsingu sinni sagði Obama: „Ég fordæmi morðin á lögreglumönnunum í New York-borg. Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama, en forsetinn er nú í fríi á Havaí. Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira