Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. desember 2014 07:00 William J. Bratton. Lögreglustjórinn í New York segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi. Nordicphotos/AFP Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana við skyldustörf í New York á laugardagskvöld. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í gær morðið á lögreglumönnunum. Obama sagði að lögreglumennirnir myndu ekki eiga afturkvæmt til ástvina sinna „og það er með engu móti hægt að réttlæta það,“ sagði hann. Talið er að mennirnir hafi verið skotnir einungis vegna þess að þeir voru einkennisklæddir í lögreglubúningum. Byssumaðurinn hafði nokkru áður birt hatursummæli um lögregluna á netinu.Barack ObamaÍ yfirlýsingu sinni sagði Obama: „Ég fordæmi morðin á lögreglumönnunum í New York-borg. Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama, en forsetinn er nú í fríi á Havaí. Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana við skyldustörf í New York á laugardagskvöld. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í gær morðið á lögreglumönnunum. Obama sagði að lögreglumennirnir myndu ekki eiga afturkvæmt til ástvina sinna „og það er með engu móti hægt að réttlæta það,“ sagði hann. Talið er að mennirnir hafi verið skotnir einungis vegna þess að þeir voru einkennisklæddir í lögreglubúningum. Byssumaðurinn hafði nokkru áður birt hatursummæli um lögregluna á netinu.Barack ObamaÍ yfirlýsingu sinni sagði Obama: „Ég fordæmi morðin á lögreglumönnunum í New York-borg. Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama, en forsetinn er nú í fríi á Havaí. Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira