Stormur í hausnum á meðan maður hugsaði málið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2014 07:00 Finnur Orri Margeirsson skiptir úr grænum búningi Breiðabliks yfir í svarthvítan hluta Hafnarfjarðar. Vísir/Valli Finnur Orri Margeirsson samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðjumaður yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiðabliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautján ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörðun. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slíkur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerðist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðjan er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við teljum að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46 Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00 Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðjumaður yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiðabliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautján ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörðun. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slíkur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerðist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðjan er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við teljum að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46 Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00 Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46
Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00
Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54