Bæjarstjórinn í Kópavogi: „Auðvitað tók ég eftir þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 15:19 Justin Timberlake og Ármann Kr. Ólafsson. Vísir/Andri Marinó „Auðvitað tók ég eftir þessu. Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi.Líkt og Vísir greindi frá í dag vakti töluverða athygli gesta á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í gær að bandaríski söngvarinn minntist ítrekað á Reykjavík og Ísland. Hins vegar var aldrei minnst á Kópavog. „Auðvitað vill maður sem bæjarstjóri að íslenskir tónleikagestir séu minntir á að þeir séu í Kópavogi,“ segir Ármann léttur. Hann skilji hins vegar vel að Justin Timberlake upplifi sig í Reykjavík þótt tónleikarnir hafi farið fram í Kópavogi. „Þetta er fín markaðssetning á Íslandi og húsinu,“ segir Ármann sem er stoltur hvernig til tókst við tónleikana. Til að mynda tók aðeins stundarfjórðung að tæma Kórinn að tónleikunum loknum.Justin Timberlake í Kórnum í gær.Vísir/Andri Marinó„Það var allt svo fagmannlegt,“ segir bæjarstjórinn. Hann hafi notið þess að fylgjast með stemningunni hjá tónleikagestum. „Það voru allir staðráðnir í að njóta augnabliksins og það var líka greinilegt að Justin Timberlake vildi líka fá mikið út úr þessu.“ Ármann reiknar með því að í kjölfar tónleikanna verði kaflaskil í tónleikahaldi á Íslandi. „Ég á von á því að fleira tónlistarfólk á hátindi ferilsins sæki Ísland heim. Ekki bara listamenn sem eru að hefja eða ljúka ferli sínum.“ Ármann var að sjálfsögðu á meðal tónleikagesta ásamt fjölskyldu sinni. Hann var nýkominn utan af landi en náði á tónleikana í tæka tíð. Gestir höfðu verið hvattir til að notast við almenningssamgöngur ellegar hjóla eða ganga á tónleikana. En hvernig fór sjálfur bæjarstjórinn á tónleikana?Unnið var hörðum höndum að frágangi í Kórnum í dag.Vísir/Andri Marinó„Það vill þannig til að ég bý ekki langt frá Kórnum. Ég fékk far með kunningja mínum upp eftir og gekk svo heim,“ segir Ármann. Hann hafi aldrei séð fleiri á göngustígunum í Kópavogi og þar hafi eflaust skipt máli hve veður var gott. Ármann viðurkennir að hann sé ekki harðasti aðdáandi Timberlake. Hann sé hins vegar týpan sem hlusti á hans vinsælustu lög. „Ég þekkti ekkert öll lögin,“ segir Ármann sem dáist að söngvaranum hæfileikaríka. „Þessi strákur hefur vakið athygli mína fyrir svo margt. Þessi lög sem ég hef svo hlustað á eru alveg frábær.“ Ármann segist upplifa mjög sterkt hjá Justin Timberlake hversu mikil skírskotun sé til Michael Jackson. „Þetta er algjör snillingur. Það er greinilegt.“ Tengdar fréttir Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
„Auðvitað tók ég eftir þessu. Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi.Líkt og Vísir greindi frá í dag vakti töluverða athygli gesta á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í gær að bandaríski söngvarinn minntist ítrekað á Reykjavík og Ísland. Hins vegar var aldrei minnst á Kópavog. „Auðvitað vill maður sem bæjarstjóri að íslenskir tónleikagestir séu minntir á að þeir séu í Kópavogi,“ segir Ármann léttur. Hann skilji hins vegar vel að Justin Timberlake upplifi sig í Reykjavík þótt tónleikarnir hafi farið fram í Kópavogi. „Þetta er fín markaðssetning á Íslandi og húsinu,“ segir Ármann sem er stoltur hvernig til tókst við tónleikana. Til að mynda tók aðeins stundarfjórðung að tæma Kórinn að tónleikunum loknum.Justin Timberlake í Kórnum í gær.Vísir/Andri Marinó„Það var allt svo fagmannlegt,“ segir bæjarstjórinn. Hann hafi notið þess að fylgjast með stemningunni hjá tónleikagestum. „Það voru allir staðráðnir í að njóta augnabliksins og það var líka greinilegt að Justin Timberlake vildi líka fá mikið út úr þessu.“ Ármann reiknar með því að í kjölfar tónleikanna verði kaflaskil í tónleikahaldi á Íslandi. „Ég á von á því að fleira tónlistarfólk á hátindi ferilsins sæki Ísland heim. Ekki bara listamenn sem eru að hefja eða ljúka ferli sínum.“ Ármann var að sjálfsögðu á meðal tónleikagesta ásamt fjölskyldu sinni. Hann var nýkominn utan af landi en náði á tónleikana í tæka tíð. Gestir höfðu verið hvattir til að notast við almenningssamgöngur ellegar hjóla eða ganga á tónleikana. En hvernig fór sjálfur bæjarstjórinn á tónleikana?Unnið var hörðum höndum að frágangi í Kórnum í dag.Vísir/Andri Marinó„Það vill þannig til að ég bý ekki langt frá Kórnum. Ég fékk far með kunningja mínum upp eftir og gekk svo heim,“ segir Ármann. Hann hafi aldrei séð fleiri á göngustígunum í Kópavogi og þar hafi eflaust skipt máli hve veður var gott. Ármann viðurkennir að hann sé ekki harðasti aðdáandi Timberlake. Hann sé hins vegar týpan sem hlusti á hans vinsælustu lög. „Ég þekkti ekkert öll lögin,“ segir Ármann sem dáist að söngvaranum hæfileikaríka. „Þessi strákur hefur vakið athygli mína fyrir svo margt. Þessi lög sem ég hef svo hlustað á eru alveg frábær.“ Ármann segist upplifa mjög sterkt hjá Justin Timberlake hversu mikil skírskotun sé til Michael Jackson. „Þetta er algjör snillingur. Það er greinilegt.“
Tengdar fréttir Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32
Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17
Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05
Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42
Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13