Kórinn tæmdist á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 14:05 Tónleikagestir þyrptust í strætisvagna fyrir utan Kórinn eftir að tónleikunum lauk í gærkvöldi. Vísir/Tinni Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn. Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn.
Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47
Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15
Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26