Þegar Timberlake gaf sér tíma til að ávarpa tónleikagesti vakti athygli að hann vísaði ýmist til Íslands eða Reykjavíkur. Aldrei var Kópavogur nefndur sem er sveitarfélagið sem Kórinn stendur í. Varð það mörgum netverjum tilefni til spaugilegra athugasemda á Twitter eins og sjá má hér að neðan.
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson grínaðist meðal annars með að hann hefði komið því til leiðar að Justin kæmi Reykjavík á framfæri en ekki Kópavogi. Þá sagði Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þetta nokkuð vandræðalegt fyrir Kópavog.
Fleiri skemmtileg tíst má sjá hér að neðan. Þá er rétt að minna á að hægt er að horfa á tónleika Justin Timberlake fram á kvöld en þeir eru í stöðugri endursýningu á vef Yahoo.
Justin virðist ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs #wazzupReykjavik #JTkórinn
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) August 24, 2014
Ég sagði honum að segja þetta. https://t.co/vjb5Lcf8BV
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 25, 2014
Það fannst mér ekki. Meira að segja Keflavík kallar sig Reykjavík í útlöndum. #borgin #betriborg https://t.co/GI3QP3Znmg
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 25, 2014
Pínu vandræðalegt fyrir Kópavog að enginn skuli hafa sagt JT að hann væri þar. #HelloReykjavik #JTKorinn
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) August 24, 2014
JT er augljóslega stuðningsmaður sameiningar sveitarfélaga á höfuðbsvæðinu. #whatsupReykjavik #JTKorinn
— Heiða Kristín (@heidabest) August 24, 2014
Er spenntur að sjá hversu lengi fólk mun hneykslast á því að JT hafi ekki hugmynd um að Kópavogur sè til #Vatnsendi #HjaltestedÆttin #deilur
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) August 25, 2014
The t-shirt even says Kópavogur. Lolol
— Anita Cocktail (@TellDeBatz) August 25, 2014
It's pronounced "KÓPAVOGUR" @jtimberlake , said the town council hosting his show when he kept thanking #Reykjavik for coming out!
— Snorri Valsson (@snorval) August 24, 2014
Reykjavík, Kópavogur.. Tómeitó, tómató.. #JTKorinn
— Dagný Reykjalín (@dreykjalin) August 24, 2014
Kópavogur hvað? JT elskar Reykjavík! #JTKorinn
— Kristinn I Jónsson (@kristinnij) August 24, 2014
Svo gæti auðvitað Kópavogur verið hverfi í Reykjavík. Breiðholt, Grafarvogur, Árbær, Kópavogur.
— Pétur Rúnar Guðnason (@perunar) August 24, 2014
Veit madurinn ekki ad hann er í Kópavogi! grunar ad herra Kópavogur @palmifreyr8 sè ekki sàttur med tetta #JTKorinn
— Jon Olafur Jonsson (@Nonnimaeju5) August 24, 2014
Hey @jtimberlake I know you probably want to be in Reykjavík right now but you're in Kópavogur City... #JTkorinn #bömmer
— Aldís Mjöll (@AldisMjoll) August 24, 2014
Kópavogur skaffar íþróttahús og lokar hálfu bæjarfélaginu fyrir tónleikana en JT sendir kveðju á Reykjavík #JTKorinn
— Bjorgvin (@bjorgvin) August 24, 2014