Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 18:46 Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira