Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 18:46 Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira