Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. maí 2014 10:33 Haukur Páll og Garðar Jó eigast við. Vísir/Stefán Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti