Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 1-1 | Fjölnismenn enn taplausir Kristinn Páll Teitsson á Fjölnisvelli skrifar 22. maí 2014 10:27 Gary Martin horfir hér á eftir boltanum í jöfnunarmarki sínu. Vísir/Daníel Gott gengi Fjölnismanna í Pepsi deildinni heldur áfram eftir 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturunum í KR í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn eru taplausir á tímabilinu eftir fimm leiki með níu stig. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni voru Fjölnismenn fyrir leikinn tveimur stigum fyrir ofan KR í töflunni eftir fjórar umferðir. Fjölnismenn höfðu unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. KR-ingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik en Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, var vel á verði gegn sínum gömlu liðsfélögum. Fjölnismenn náðu betri tökum á leiknum eftir því sem leið á hálfleikinn og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir góða aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.Ragnar Leósson átti þá aukaspyrnu þráðbeint á kollinn á Hauki Lárussyni sem stangaði boltann í netið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Gestirnir úr Vesturbænum voru hinsvegar ekki lengi að svara. Úr hornspyrnu átti Baldur Sigurðsson skalla sem Þórður varði en Gary Martin var fyrstur í frákastið og skallaði í netið. Mark gestanna kom á lokasekúndum fyrri hálfleiks og náðu Fjölnismenn varla að taka miðjuna áður en Valgeir Valgeirsson, góður dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Gríðarlega mikilvægt mark fyrir KR-inga sem létti eflaust töluvert hálfleiksræðu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR. Í seinni hálfleik héldu KR-ingar áfram að stjórna leiknum en Fjölnismenn beittu baneitruðum skyndisóknum. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við í seinni hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þorsteinn Már Ragnarsson var hársbreidd frá því að koma KR yfir en Bergsveinn Ólafsson náði að hreinsa á marklínunni.Christopher Paul Tsonis átti góða innkomu í lið Fjölnis og fékk besta færi heimamanna í seinni hálfleik. Cristopher stal boltanum af Grétari Sigfinni Sigurðssyni og slapp einn í gegn en Stefán Logi var vel á verði og bjargaði liðsfélaga sínum. Grétar Sigfinnur virtist hafa bætt fyrir mistök sín stuttu síðar þegar hann kom boltanum í netið með skalla af stuttu færi en var er virtist réttilega dæmdur rangstæður. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli í Grafarvoginum. Fjölnismenn taka stigið sáttir heim en gestirnir úr Vesturbænum hljóta að vera svekktir með aðeins stig. Háar væntingar voru að vanda gerðar til liðsins fyrir tímabilið en KR-ingar eru aðeins með sjö stig eftir fimm leiki. Ágúst: Lét strákana heyra það í hálfleik„Þetta er frábært stig á móti KR. Íslandsmeistararnir koma hingað með sjálfstraust eftir síðasta leik og þrátt fyrir erfiðleika náðum við í stig,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Við skorum gegn gangi leiksins en þeir ná að jafna strax sem setur okkur í erfiða stöðu. Það var hinsvegar alveg eftir gangi leiksins að þeir náðu að jafna metin.“ KR-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik en liðin fóru jöfn inn í hálfleik. „Ég er aðeins hás, ég lét strákana aðeins heyra það í hálfleik um að koma betur stemmdir í seinni hálfleik. Við náðum að halda hreinu í seinni hálfleik gegn sterku liði og ég er mjög sáttur með spilamennskuna þrátt fyrir að við fengum færi til að stela þessu.“ Þórður Ingason stóð vakt sína vel í markinu gegn sínum gömlu félögum. „Þórður var flottur í markinu, hann var frábær í markinu í dag rétt eins og hann er búinn að vera allt tímabilið hjá okkur. En það stoppar ekki þar, öll varnarlínan var góð í dag og við náðum að halda aftur af KR-ingum.“ Ágúst lagði upp með að spila sókn í leiknum. „Við ætluðum að ýta aðeins á þá og gerðum það í byrjun en þeir settu okkur út af laginu. Þeir eru með góða sendingarmenn og voru að senda inn fyrir vörnina sem við lentum í vandræðum með. Þeir eru með besta liðið sem við höfum spilað á móti í sumar sem gerir þetta stig enn dýrmætara,“ Ágúst var að sjálfsögðu ánægður með fyrstu fimm leiki tímabilsins en benti á að nóg væri eftir af mótinu. „Níu stig eftir fimm leiki er frábært eftir þessa andstæðinga sem við höfum verið að mæta en það er nóg eftir. Það eru sautján leikir eftir af mótinu svo þetta er rétt að byrja,“ sagði Ágúst að lokum. Rúnar: Spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik„Við komum hingað til að taka þrjú stig og við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, svekktur eftir leikinn. „Við náðum að opna þá oft en náðum ekki að nýta færin okkar. Við vorum hinsvegar svolítið heppnir að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1 eftir að hafa jafnað strax eftir markið þeirra.“ Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum þótt KR-ingar hafi haft undirtökin. „Hann var ívið jafnari, Fjölnismenn komust meira inn í leikinn og það voru helmingslíkur að annaðhvort liðið tæki stigin þrjú undir lokin. Það var allt annað að sjá til Fjölnisliðsins í seinni hálfleik, þeir spiluðu mun betri bolta og gerðu okkur erfitt fyrir,“ Rúnar var heilt yfir ánægður með spilamennskuna. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, Fjölnismenn voru eiginlega ekki með í fyrri. Þeir voru í eltingarleik og skyndisóknum og fá markið sitt upp úr því. Þeir fá aukaspyrnu sem þeir útfæra frábærlega enda styrkleiki þeirra.“ „Ef annað hvort liðið hefði átt að vinna hefði það sennilega verið við en þetta endaði svona og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Rúnar. Þórður: Slakir í fyrri hálfleik„Ég er mjög ánægður með þetta stig, þetta var ekkert sérstakur fótboltaleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, sáttur eftir leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og KR-ingar voru mun betri áður en við náðum fyrsta markinu. Það var mjög pirrandi að fá á sig mark strax hálfri mínútu seinna en heilt yfir tökum við stigið sáttir.“ Þórður stóð vakt sína vel í leiknum. „Ég er mjög ánægður með minn leik og varnarinnar í heild sinni. Við vorum frekar þéttir og gáfum fá færi á okkur svo ég er mjög sáttur með spilamennskuna í dag,“ „Við fengum dauðafæri á 70. mínútu þegar Christopher komst einn í gegn en kollegi minn í markinu hinumegin varði vel.“ Fjölnismenn eru taplausir eftir fimm leiki sem er meira en Þórður þorði að búast við. „Það eru komnir fimm leikir án taps sem er auðvitað flott. Vonandi getum við haldið áfram á sömu braut. Ég get alveg sagt það heiðarlega að ég bjóst ekki við jafn góðum árangri fyrir tímabilið.“ sagði Þórður að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Gott gengi Fjölnismanna í Pepsi deildinni heldur áfram eftir 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturunum í KR í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn eru taplausir á tímabilinu eftir fimm leiki með níu stig. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni voru Fjölnismenn fyrir leikinn tveimur stigum fyrir ofan KR í töflunni eftir fjórar umferðir. Fjölnismenn höfðu unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. KR-ingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik en Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, var vel á verði gegn sínum gömlu liðsfélögum. Fjölnismenn náðu betri tökum á leiknum eftir því sem leið á hálfleikinn og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir góða aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.Ragnar Leósson átti þá aukaspyrnu þráðbeint á kollinn á Hauki Lárussyni sem stangaði boltann í netið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Gestirnir úr Vesturbænum voru hinsvegar ekki lengi að svara. Úr hornspyrnu átti Baldur Sigurðsson skalla sem Þórður varði en Gary Martin var fyrstur í frákastið og skallaði í netið. Mark gestanna kom á lokasekúndum fyrri hálfleiks og náðu Fjölnismenn varla að taka miðjuna áður en Valgeir Valgeirsson, góður dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Gríðarlega mikilvægt mark fyrir KR-inga sem létti eflaust töluvert hálfleiksræðu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR. Í seinni hálfleik héldu KR-ingar áfram að stjórna leiknum en Fjölnismenn beittu baneitruðum skyndisóknum. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við í seinni hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þorsteinn Már Ragnarsson var hársbreidd frá því að koma KR yfir en Bergsveinn Ólafsson náði að hreinsa á marklínunni.Christopher Paul Tsonis átti góða innkomu í lið Fjölnis og fékk besta færi heimamanna í seinni hálfleik. Cristopher stal boltanum af Grétari Sigfinni Sigurðssyni og slapp einn í gegn en Stefán Logi var vel á verði og bjargaði liðsfélaga sínum. Grétar Sigfinnur virtist hafa bætt fyrir mistök sín stuttu síðar þegar hann kom boltanum í netið með skalla af stuttu færi en var er virtist réttilega dæmdur rangstæður. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli í Grafarvoginum. Fjölnismenn taka stigið sáttir heim en gestirnir úr Vesturbænum hljóta að vera svekktir með aðeins stig. Háar væntingar voru að vanda gerðar til liðsins fyrir tímabilið en KR-ingar eru aðeins með sjö stig eftir fimm leiki. Ágúst: Lét strákana heyra það í hálfleik„Þetta er frábært stig á móti KR. Íslandsmeistararnir koma hingað með sjálfstraust eftir síðasta leik og þrátt fyrir erfiðleika náðum við í stig,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Við skorum gegn gangi leiksins en þeir ná að jafna strax sem setur okkur í erfiða stöðu. Það var hinsvegar alveg eftir gangi leiksins að þeir náðu að jafna metin.“ KR-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik en liðin fóru jöfn inn í hálfleik. „Ég er aðeins hás, ég lét strákana aðeins heyra það í hálfleik um að koma betur stemmdir í seinni hálfleik. Við náðum að halda hreinu í seinni hálfleik gegn sterku liði og ég er mjög sáttur með spilamennskuna þrátt fyrir að við fengum færi til að stela þessu.“ Þórður Ingason stóð vakt sína vel í markinu gegn sínum gömlu félögum. „Þórður var flottur í markinu, hann var frábær í markinu í dag rétt eins og hann er búinn að vera allt tímabilið hjá okkur. En það stoppar ekki þar, öll varnarlínan var góð í dag og við náðum að halda aftur af KR-ingum.“ Ágúst lagði upp með að spila sókn í leiknum. „Við ætluðum að ýta aðeins á þá og gerðum það í byrjun en þeir settu okkur út af laginu. Þeir eru með góða sendingarmenn og voru að senda inn fyrir vörnina sem við lentum í vandræðum með. Þeir eru með besta liðið sem við höfum spilað á móti í sumar sem gerir þetta stig enn dýrmætara,“ Ágúst var að sjálfsögðu ánægður með fyrstu fimm leiki tímabilsins en benti á að nóg væri eftir af mótinu. „Níu stig eftir fimm leiki er frábært eftir þessa andstæðinga sem við höfum verið að mæta en það er nóg eftir. Það eru sautján leikir eftir af mótinu svo þetta er rétt að byrja,“ sagði Ágúst að lokum. Rúnar: Spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik„Við komum hingað til að taka þrjú stig og við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, svekktur eftir leikinn. „Við náðum að opna þá oft en náðum ekki að nýta færin okkar. Við vorum hinsvegar svolítið heppnir að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1 eftir að hafa jafnað strax eftir markið þeirra.“ Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum þótt KR-ingar hafi haft undirtökin. „Hann var ívið jafnari, Fjölnismenn komust meira inn í leikinn og það voru helmingslíkur að annaðhvort liðið tæki stigin þrjú undir lokin. Það var allt annað að sjá til Fjölnisliðsins í seinni hálfleik, þeir spiluðu mun betri bolta og gerðu okkur erfitt fyrir,“ Rúnar var heilt yfir ánægður með spilamennskuna. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, Fjölnismenn voru eiginlega ekki með í fyrri. Þeir voru í eltingarleik og skyndisóknum og fá markið sitt upp úr því. Þeir fá aukaspyrnu sem þeir útfæra frábærlega enda styrkleiki þeirra.“ „Ef annað hvort liðið hefði átt að vinna hefði það sennilega verið við en þetta endaði svona og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Rúnar. Þórður: Slakir í fyrri hálfleik„Ég er mjög ánægður með þetta stig, þetta var ekkert sérstakur fótboltaleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, sáttur eftir leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og KR-ingar voru mun betri áður en við náðum fyrsta markinu. Það var mjög pirrandi að fá á sig mark strax hálfri mínútu seinna en heilt yfir tökum við stigið sáttir.“ Þórður stóð vakt sína vel í leiknum. „Ég er mjög ánægður með minn leik og varnarinnar í heild sinni. Við vorum frekar þéttir og gáfum fá færi á okkur svo ég er mjög sáttur með spilamennskuna í dag,“ „Við fengum dauðafæri á 70. mínútu þegar Christopher komst einn í gegn en kollegi minn í markinu hinumegin varði vel.“ Fjölnismenn eru taplausir eftir fimm leiki sem er meira en Þórður þorði að búast við. „Það eru komnir fimm leikir án taps sem er auðvitað flott. Vonandi getum við haldið áfram á sömu braut. Ég get alveg sagt það heiðarlega að ég bjóst ekki við jafn góðum árangri fyrir tímabilið.“ sagði Þórður að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira