Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fylkir 1-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardal skrifar 19. maí 2014 16:40 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira