Eiginkona og barn leiðtoga Hamas drepin í sprengingu Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 07:17 Ættingjar sjö mánaða gamals drengs frá Palestínu halda á líki hans. Vísir/Getty Eiginkona og tveggja ára dóttir Mohammed Deif, eins leiðtoga Hamas, fórust í loftárás Ísraelshers á Gasa í gær. Að minnsta kosti nítján Palestínumenn hafa látið lífið í loftárásum Ísraela sem hófust á ný síðdegis í gær eftir að vopnahlé sem samið hafði verið um fór út um þúfur. Rúmlega hundrað eru sárir.Fréttaskýrandi BBC segir líklegt að ætlunin hafi verið að drepa Deif sjálfan í árásinni. Talsmaður Hamas sagði Deif hins vegar enn vera á lífi og stjórni áfram hernaðaraðgerðum samtakanna.Ísraelar fullyrða að um 137 eldflaugum hafi verið skotið í átt að Ísrael frá því á þriðjudag en ekkert tjón virðist þó hafa hlotist af þeim. Ísraelsher hafi hins vegar framkvæmt 92 loftárásir á ákveðin skotmörk á Gasa. Friðarviðræðunum sem staðið hafa yfir í Kaíró í Egyptalandi hefur nú verið slitið og samninganefndirnar sendar til síns heima. Deiluaðilar kenna hvor annarri um að viðræðurnar hafi farið út um þúfur. Egypsk stjórnvöld harma það mjög að tíu daga vopnahlé sé nú á enda, en að áfram verði unnið að því að tryggja varanlegan frið. 2.103 hafa látið lífið í árásum síðustu sex vikna.Palestínumaður hleypur með slasaða stúlku á spítalann í Shifa á Gasasvæðinu.Vísir/AP Gasa Tengdar fréttir Vopnahlé framlengt á Gasa Vopnahléið á Gasa var framlengt í gærkvöldi um einn sólarhring. Það hefði átt að renna út klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöld en menn sættust á að framlengja það til þess að geta rætt málin í sólarhring til viðbótar. 19. ágúst 2014 07:03 Netanyahu fyrirskipar nýjar loftárásir Þremur eldflaugum var skotið á bæinn Beersheva í Ísrael fyrr í dag. 19. ágúst 2014 13:30 Viðræður og vopnahlé út um þúfur Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels. 20. ágúst 2014 06:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Eiginkona og tveggja ára dóttir Mohammed Deif, eins leiðtoga Hamas, fórust í loftárás Ísraelshers á Gasa í gær. Að minnsta kosti nítján Palestínumenn hafa látið lífið í loftárásum Ísraela sem hófust á ný síðdegis í gær eftir að vopnahlé sem samið hafði verið um fór út um þúfur. Rúmlega hundrað eru sárir.Fréttaskýrandi BBC segir líklegt að ætlunin hafi verið að drepa Deif sjálfan í árásinni. Talsmaður Hamas sagði Deif hins vegar enn vera á lífi og stjórni áfram hernaðaraðgerðum samtakanna.Ísraelar fullyrða að um 137 eldflaugum hafi verið skotið í átt að Ísrael frá því á þriðjudag en ekkert tjón virðist þó hafa hlotist af þeim. Ísraelsher hafi hins vegar framkvæmt 92 loftárásir á ákveðin skotmörk á Gasa. Friðarviðræðunum sem staðið hafa yfir í Kaíró í Egyptalandi hefur nú verið slitið og samninganefndirnar sendar til síns heima. Deiluaðilar kenna hvor annarri um að viðræðurnar hafi farið út um þúfur. Egypsk stjórnvöld harma það mjög að tíu daga vopnahlé sé nú á enda, en að áfram verði unnið að því að tryggja varanlegan frið. 2.103 hafa látið lífið í árásum síðustu sex vikna.Palestínumaður hleypur með slasaða stúlku á spítalann í Shifa á Gasasvæðinu.Vísir/AP
Gasa Tengdar fréttir Vopnahlé framlengt á Gasa Vopnahléið á Gasa var framlengt í gærkvöldi um einn sólarhring. Það hefði átt að renna út klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöld en menn sættust á að framlengja það til þess að geta rætt málin í sólarhring til viðbótar. 19. ágúst 2014 07:03 Netanyahu fyrirskipar nýjar loftárásir Þremur eldflaugum var skotið á bæinn Beersheva í Ísrael fyrr í dag. 19. ágúst 2014 13:30 Viðræður og vopnahlé út um þúfur Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels. 20. ágúst 2014 06:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Vopnahlé framlengt á Gasa Vopnahléið á Gasa var framlengt í gærkvöldi um einn sólarhring. Það hefði átt að renna út klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöld en menn sættust á að framlengja það til þess að geta rætt málin í sólarhring til viðbótar. 19. ágúst 2014 07:03
Netanyahu fyrirskipar nýjar loftárásir Þremur eldflaugum var skotið á bæinn Beersheva í Ísrael fyrr í dag. 19. ágúst 2014 13:30
Viðræður og vopnahlé út um þúfur Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels. 20. ágúst 2014 06:00