Erlent

Viðræður og vopnahlé út um þúfur

Reykur stígur upp af Gasaborg eftir að Ísraelar vörpuðu sprengjum á borgina í gær.
Reykur stígur upp af Gasaborg eftir að Ísraelar vörpuðu sprengjum á borgina í gær. Vísir/AP
Ísraelar tóku til við að varpa sprengjum á Gasasvæðið í gær, strax eftir að Palestínumenn byrjuðu að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels.

Þá gengu Ísraelar út af fundum í Egyptalandi, þar sem egypskir milligöngumenn hafa reynt að fá Ísraela og Palestínumenn til að komast að samkomulagi um Gasasvæðið.

„Þegar Hamas rýfur vopnahléið, þá rjúfa þeir einnig forsendur viðræðnanna í Kaíró,“ sagði Mark Regev, talsmaður ísraelsku stjórnarinnar.

Óbeinar viðræður höfðu staðið yfir í Kaíró í nærri viku. Á mánudag náðist samkomulag um að framlengja vopnahlé og viðræður um einn sólarhring.

Hamasliðar krefjast þess að Ísraelar aflétti umsátri sínu um Gasasvæðið og rjúfi þar með margra ára einangrun íbúanna þar, en Ísraelar standa fast á því að vilja tryggingu fyrir því að Hamasliðar afvopnist með öllu og geti ekki útvegað sér fleiri vopn.

Egyptar hafa lagt til þá málamiðlun að einangrun Gasa verði einungis rofin að hluta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.