Lítil kjörsókn „áhyggjuefni fyrir okkur öll“ Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2014 10:30 Kjörsókn hefur ekki verið minni í Reykjavík frá árinu 1928. Vísir/Valli Kjörsóknin í nýliðnum kosningum var með dræmasta móti víða um land. Í Reykjavík kusu einungis um 66 prósent atkvæðabærra manna og hefur kjörsókn ekki verið minni í Reykjavík frá árinu 1928. Formenn stærstu stjórnmálaflokkanna eru á einu máli um að bregðast þurfi við þessari þróun. „Mér finnst þessi dræma kjörsókn áhyggjuefni fyrir okkur öll, óháð því fyrir hvaða flokk við stöndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Við hljótum að leita skýringa hjá okkur sjálfum og annars staðar. Þetta er eitthvað sem allavega við í minni hreyfingu munum fara yfir, hvernig við getum komið okkar sjónarmiðum betur á framfæri og vakið áhuga fólks á stjórnmálum.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að tilgangslaust sé að stinga upp á mögulegum lausnum fyrr en ástæður að baki lítilli kjörsókn hafa verið kannaðar nánar. „Ég held að það sé óþarfi að eyða mörgum orðum í hversu mikið áhyggjuefni það er,“ segir Árni Páll. „Það er bara aðalatriðið að það verði gerðar ítarlegar greiningar sem fyrst á því hvers vegna fólk sat heima. Hver sem er getur látið sér detta í hug einhverjar skýringar á því en við þurfum á rannsóknum á því að halda sem fyrst og leggjast síðan í átak til að bregðast við.“ Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, nefnir sem möguleika svokallaðar sértækar viðhorfskannanir, þar sem fólk hlýtur fræðslu í ákveðnum málaflokkum áður en það greinir svo frá afstöðu sinni til þeirra, og rafræna atkvæðagreiðslu. „Ef það er eitthvað sem við Íslendingar erum ágæt í, þá er það að laga okkur að svona tækninýjungum,“ segir Heiða Kristín. „Ég held að við værum góð „prótótípa“ í svona tilraun.“ Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Telur slæma kjörsókn mikið áhyggjuefni Grétar Þór Eysteinsson segir slæma kjörsókn hafa gagnast sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum 1. júní 2014 14:44 Léleg kjörsókn afsprengi breyttra viðhorfa kjósenda Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að kjósendur finn í æ ríkari mæli fyrir því að þeir geti haft áhrif oftar en á kjördag. 31. maí 2014 23:24 „Netkosningar eru klárlega framtíðin" Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu. 1. júní 2014 17:47 Kjörsókn talsvert minni en í síðustu kosningum Í Reykjavík höfðu 16.100 manns greitt atkvæði klukkan tvö. Á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 19.266 manns kosið. 31. maí 2014 14:58 Meiri munur en áður milli kannana og kjörfylgis Stjórnmálafræðiprófessor segir meiri mun á niðurstöðum kannana og kjörfylgis í Reykjavík en áður. Dræm kjörsókn ungs fólks sé líklegasta skýringin. 2. júní 2014 07:15 Kjörsókn innan við 50 prósent í Reykjavík Kjörsókn er mun minni en í síðustu sveitastjórnarkosningum. 31. maí 2014 20:33 Lítil kjörsókn framan af degi Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum. 31. maí 2014 11:06 Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Eiríkur Bergmann segir um að ræða dramatískar kosningar og allt öðruvísi en von var á. 1. júní 2014 01:51 Tæplega 40 prósent kjörsókn í Reykjavík og Kópavogi Enn hafa talsvert færri greitt atkvæði en á sama tíma í fyrra. 31. maí 2014 18:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Kjörsóknin í nýliðnum kosningum var með dræmasta móti víða um land. Í Reykjavík kusu einungis um 66 prósent atkvæðabærra manna og hefur kjörsókn ekki verið minni í Reykjavík frá árinu 1928. Formenn stærstu stjórnmálaflokkanna eru á einu máli um að bregðast þurfi við þessari þróun. „Mér finnst þessi dræma kjörsókn áhyggjuefni fyrir okkur öll, óháð því fyrir hvaða flokk við stöndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Við hljótum að leita skýringa hjá okkur sjálfum og annars staðar. Þetta er eitthvað sem allavega við í minni hreyfingu munum fara yfir, hvernig við getum komið okkar sjónarmiðum betur á framfæri og vakið áhuga fólks á stjórnmálum.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að tilgangslaust sé að stinga upp á mögulegum lausnum fyrr en ástæður að baki lítilli kjörsókn hafa verið kannaðar nánar. „Ég held að það sé óþarfi að eyða mörgum orðum í hversu mikið áhyggjuefni það er,“ segir Árni Páll. „Það er bara aðalatriðið að það verði gerðar ítarlegar greiningar sem fyrst á því hvers vegna fólk sat heima. Hver sem er getur látið sér detta í hug einhverjar skýringar á því en við þurfum á rannsóknum á því að halda sem fyrst og leggjast síðan í átak til að bregðast við.“ Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, nefnir sem möguleika svokallaðar sértækar viðhorfskannanir, þar sem fólk hlýtur fræðslu í ákveðnum málaflokkum áður en það greinir svo frá afstöðu sinni til þeirra, og rafræna atkvæðagreiðslu. „Ef það er eitthvað sem við Íslendingar erum ágæt í, þá er það að laga okkur að svona tækninýjungum,“ segir Heiða Kristín. „Ég held að við værum góð „prótótípa“ í svona tilraun.“
Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Telur slæma kjörsókn mikið áhyggjuefni Grétar Þór Eysteinsson segir slæma kjörsókn hafa gagnast sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum 1. júní 2014 14:44 Léleg kjörsókn afsprengi breyttra viðhorfa kjósenda Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að kjósendur finn í æ ríkari mæli fyrir því að þeir geti haft áhrif oftar en á kjördag. 31. maí 2014 23:24 „Netkosningar eru klárlega framtíðin" Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu. 1. júní 2014 17:47 Kjörsókn talsvert minni en í síðustu kosningum Í Reykjavík höfðu 16.100 manns greitt atkvæði klukkan tvö. Á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 19.266 manns kosið. 31. maí 2014 14:58 Meiri munur en áður milli kannana og kjörfylgis Stjórnmálafræðiprófessor segir meiri mun á niðurstöðum kannana og kjörfylgis í Reykjavík en áður. Dræm kjörsókn ungs fólks sé líklegasta skýringin. 2. júní 2014 07:15 Kjörsókn innan við 50 prósent í Reykjavík Kjörsókn er mun minni en í síðustu sveitastjórnarkosningum. 31. maí 2014 20:33 Lítil kjörsókn framan af degi Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum. 31. maí 2014 11:06 Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Eiríkur Bergmann segir um að ræða dramatískar kosningar og allt öðruvísi en von var á. 1. júní 2014 01:51 Tæplega 40 prósent kjörsókn í Reykjavík og Kópavogi Enn hafa talsvert færri greitt atkvæði en á sama tíma í fyrra. 31. maí 2014 18:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Telur slæma kjörsókn mikið áhyggjuefni Grétar Þór Eysteinsson segir slæma kjörsókn hafa gagnast sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum 1. júní 2014 14:44
Léleg kjörsókn afsprengi breyttra viðhorfa kjósenda Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að kjósendur finn í æ ríkari mæli fyrir því að þeir geti haft áhrif oftar en á kjördag. 31. maí 2014 23:24
„Netkosningar eru klárlega framtíðin" Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu. 1. júní 2014 17:47
Kjörsókn talsvert minni en í síðustu kosningum Í Reykjavík höfðu 16.100 manns greitt atkvæði klukkan tvö. Á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 19.266 manns kosið. 31. maí 2014 14:58
Meiri munur en áður milli kannana og kjörfylgis Stjórnmálafræðiprófessor segir meiri mun á niðurstöðum kannana og kjörfylgis í Reykjavík en áður. Dræm kjörsókn ungs fólks sé líklegasta skýringin. 2. júní 2014 07:15
Kjörsókn innan við 50 prósent í Reykjavík Kjörsókn er mun minni en í síðustu sveitastjórnarkosningum. 31. maí 2014 20:33
Lítil kjörsókn framan af degi Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum. 31. maí 2014 11:06
Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Eiríkur Bergmann segir um að ræða dramatískar kosningar og allt öðruvísi en von var á. 1. júní 2014 01:51
Tæplega 40 prósent kjörsókn í Reykjavík og Kópavogi Enn hafa talsvert færri greitt atkvæði en á sama tíma í fyrra. 31. maí 2014 18:18