Innlent

Kjörsókn talsvert minni en í síðustu kosningum

Bjarki Ármannsson skrifar
Allt stefnir í að kjörsókn verði dræm í ár.
Allt stefnir í að kjörsókn verði dræm í ár. Vísir/Pjetur
Enn mælist kjörsókn víða um land talsvert minni en í undanförnum sveitastjórnarkosningum. Í Reykjavík höfðu 16.100 manns greitt atkvæði klukkan tvö. Á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 19.266 manns kosið.

Ef litið er til borgarstjórnarkosninga aftur til ársins 2002, líkt og gert er á heimasíðu Reykjavíkurborgar, sést greinilegt mynstur í fjölda kjósenda. Ef miðað er við tölur klukkan tíu, ellefu, tólf, eitt og tvö, hefur kjörsókn undantekningarlaust minnkað frá fyrri kosningum. Á þessum tíma árið 2006 höfðu 20.745 manns greitt atkvæði og árið 2002 voru það 22.960 manns.

Á síðu Kópavogsbæjar má sjá kjörsókn í þessum og síðustu bæjarstjórnarkosningum. Enn sem komið er mælist kjörsókn minni nú en árið 2010 á öllum tímum dagsins. Í síðustu kosningum mældist kjörsókn 20,6 prósent klukkan tvö en nú mælist hún 16,9 prósent.


Tengdar fréttir

Mikilvægt að muna eftir skilríkjum

Hægt er að nálgast upplýsingar um hvar kjósa skuli inn á kosning.is. Kjósendur eru minntir á að taka skilríki með mynd og kennitölu.

Lítil kjörsókn framan af degi

Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×